Hátíðin afstaðin

Þá er helgin liðin og Fjölskyldu- og Skeljahátíðin búin. Allt fór vel fram og vonandi allir ánægðir með helgina. Um 850 manns komu með ferjunni föstudag, laugardag og sunnudag. Á föstudagskvöldið var óvissuferð fyrir börn, tónleikar með Ljótu hálfvitunum, diskó á hátíðarsvæði fyrir börn og loks óvissuferð fyrir fullorðna fólkið. Á laugardeginum var svo dagskrá frá kl. 10:00 um morguninn og fram undir miðnætti. Flugeldasýningin var einkar glæsileg í ár. Sunnudagurinn var svo rólegur en þá var opið í leiktækjunum, sundlauginni, Holti og Hákarlasafninu. Hér eru myndir frá helginni.