02.05.2009
Skoðið dagskrá safnadagsins með því að ýta á borðann........
Lesa meira
24.04.2009
Út er komin bókin "Ég skal vera dugleg" eftir Lovísu Maríu Sigurgeirsdóttur (Geira og Elsu dóttir). Lóa Maja mun byrja kynningarferðalag sitt í Hrísey nánar tiltekið í Brekku, á föstudagskvöldið 24. apríl kl. 21:00Til allrar hamingju er það ekki hlutskipti margra fimm ára gamalla barna að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi, fjarri fjölskyldu og vinum. Það fékk þó Lovísa María Sigurgeirsdóttir frá Hrísey að reyna og hér rifjar hún upp dvöl sína á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þegar hún var lítil stelpa upp úr 1960. Á einlægan hátt lýsir Lovísa María líðan sinni innan veggja sjúkrahússins og þeim heimi sem þar var, heimi sem einkenndist jafnt af æðruleysi og örvæntingu - sorgum og sigrum. Hún segir frá söknuðinum, framandleikanum og kynnum sínum af börnum og gömlu fólki sem hún tengdist órjúfanlegum böndum. Sumir náðu sér og kvöddu með bros á vör - aðrir kvöddu þetta líf. Lóa Maja fékk bót meina sinna en gleymir aldrei Tóta og öllum hinum sem kenndu henni að meta hinar margvíslegu hliðar mannlífsins.Myndir
Lesa meira
22.04.2009
Fyrirhuguðum aðalfundi Markaðsráðs Hríseyjar sem átti að vera í Brekku miðvikudaginn 15. apríl er frestað um viku og verður miðvikudaginn 22. apríl kl 18.00 í Brekku.Stjórnin.
Lesa meira
18.04.2009
Laugardaginn 18. apríl verður boðið upp á graut í hádeginu í Hlein. Að þessu sinni ætlum við að vera með umræður um ýmis málefni. Allir velkomnir stjórn MRH
Lesa meira
03.04.2009
Aðalfundur MRH verður haldinn í Brekku miðvikudagnn 15. apríl kl. 18.00. Súpa og brauð í boði. Mætum vel og látum okkur málin varða.Venjulega aðalfundarstörf.Stjórnin
Lesa meira
09.04.2009
Kvenfélagið auglýsir kökubasar í Brekku að messu lokinni á skírdag kl. 15:00. Glæsilegt kaffibrauð og hnallþórur að vanda!! Mætum og bjóðum vel.
Lesa meira
30.03.2009
Á síðustu dögum hafa fæðst þrír kálfar í Nautastöðinni hjá þeim Ólafi Pálma, Hrannari, Almari og Kristni. Þeir eru því alveg eldklárir í ljósmóðurstörfunum eins og myndirnar bera með sér.Myndir
Lesa meira
27.03.2009
Þessar tölur birtust í Vikudegi 26. febrúar og eru fyrir árið 2008. Þetta hlýtur að vera algjört met miðað við höfðatölu.Um 6.000 manns fóru í sund í Hrísey á síðasta ári en 12.500 manns komu í Íþróttamiðstöðina. "Það er í raun ótrúleg aðsókn í sunldaugina, íbúarnir eru um 170 talsins en suma daga eru allt að 100 manns í sundi. Það er svipað hlutfall og um 10 þúsund gestir færu í Akureyrarlaug," segir Elín Gísladóttir forstöðumaður Sundlaugar Akureyrar. Nú er bara að halda þessu áfram og vera dugleg að nota þessa frábæru aðstöðu okkar.
Lesa meira
24.03.2009
Bifreiðaskoðun verður í Hrísey þriðjudaginn 24.mars n.k. í Slökkvistöðinni og hefst kl. 10:00.Skorað er á alla bifreiðaeigendur að mæta með farartæki sín til skoðunar. Frumherji
Lesa meira
16.03.2009
Jákvæðar fréttir frá MRHÍ dag var tilkynnt hverjir fengu styrki frá Ferðamálastofu vegna úrbóta á ferðamannastöðum og fékk MRH þar kr. 250.000 til að setja upp áningarstað við Háborðið. Einnig fékkst styrkur frá Menningarrráði Eyþings til að halda málþing í Hrísey um sjálfbærni á áfangastað og er það fyrirhugað í maí, búið er að fá fyrirlesara til að koma. Þar fékk MRH kr. 300.000 og síðast en ekki síst fékkst 500.000 kr. styrkur úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar til uppbyggingar á ferðaþjónustu í Hrísey. Það er alveg ljóst að möguleikarnir eru margir hjá okkur og um leið og hægt er að vera með starfsmann til að sinna þessum málum fara hjólin að snúast. Næsta skref er að komast að í verkefni sem Útflutningsráð stendur fyrir um fuglaskoðun á Íslandi en til stendur að reyna að markaðssetja fuglaskoðun erlendis. Þarna er verið að fara í verkefni sem ekki hefur verið gert markvisst áður og miklar vonir bundnar við það. Hér í Hrísey er náttúrulega algjör paradís fyrir fuglaáhugamenn og um að gera að reyna að nýta það. En nú er bara að halda áfram á þessum nótum og rífa upp þessa atvinnugrein hér í eynni.
Lesa meira