Fréttir

Skemmtidagur 5. september

Nú ætlum við að standa fyrir öðrum degi eins og í fyrra. Í ár er ætlunin að safna fyrir varnalegum leiktækjum á hátíðarsvæðið. Fjölbreytt dagskrá í boði sem verður auglýst síðar. Takið daginn frá og sýnum samstöðu.Stjórn Ferðamálafélagsins.  
Lesa meira

Boðið upp á ferð til Dalvíkur

Í tilefni Fiskidagsins mikla mun Ferðamálafélag Hríseyjar bjóða upp á siglingu til Dalvíkur föstudagskvöldið 7. ágúst klukkan 20 og áætlaður tími til Hríseyjar aftur er um miðnættið. Þessi ferð er hugsuð fyrir þá sem vilja fara og taka þátt í Fiskisúpukvöldi Dalvíkinga. Farið með með bát Norðurskeljar Guðrúnu EA 58 og er pláss fyrir 25 manns. Þeir sem vilja nýta sér ferðina vinsamlegast hafið samband við Lindu í síma 695 0077. Stjórnin  
Lesa meira

Sjósund á Hríseyjarhátíð 2009

 Laugardaginn 18. júlí kl. 10.00         Synt verður í tveimur flokkum: Keppnisflokkur og          skemmtiflokkur. Í skemmtilflokki er leyfilegt að synda í          neoprani og í raun hvernig sem er. Met verða einungis          skráð í keppnisflokki, þá bæði kvenna og karla. Bátar verða         á sundinu til að fylgjast með fólkinu. Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á mrh@hrisey.net með upplýsingum um flokk, nafn og símanúmer.  
Lesa meira

Óvissuferð á Hríseyjarhátíð 2009

  Fjölskyldu- og Skeljahátíð í Hrísey 2009Kántrý - óvissuferðNú er loksins komið að árlegri óvissuferð sem ekki má sleppa enda brjáluð kreppa 
Lesa meira

Fjölskyldu- og Skeljahátíðin 2009

Dagskrá hátíðarinnar má sjá HÉR.Hún er birt með fyrirvara um smávægilegar breytingar. 
Lesa meira

Miðnætursólarsigling

 Laugardaginn 4. júlí nk. verður boðið upp á siglingu með Guðrúnu EA 58 til móts við miðnætursólina.Farið frá  Hrísey kl. 23:30  og siglt á Árskógssand þaðan verður farið á miðnætti  og  siglt á móti sól. Léttar veitingar í boði. Takmarkaður fjöldi. Áætlaður siglingatími ca tveir tímar. Verð kr. 4.000  pr. mann.Nánari upplýsingar og bókanir í síma  695-0077 - Linda og á mrh@hrisey.net  
Lesa meira

Opnun á sýningu í Húsi Hákarla Jörundar

Laugardaginn 20. maí kl. 16 opnar sýning á verkum Kaare Espolin Johnsons í Húsi Hákarla Jörundar. Ólafur Jónsson, ræðismaður Noregs á Akureyri opnar sýninguna. Kaare Espolin Johnson fæddist í Surnadal í Noregi árið 1907 og lést í Osló árið 1994. Espolin nafnið kemur frá Espihóli í Eyjafirði, en þaðan eru ættfeður hans í föðurætt. Sýningin er hluti af Listasumri 2009 á Akureyri og er samstarfsverkefni Markaðsráðsins og Listasumars. Föstudaginn 19. júní opnar  einnig í Ketilhúsinu á Akureyri sýning á verkum Kaare Espolin Johnson. Allir eru velkomnir á opnunina. Sýningin stendur til 5. júlí og er opin alla daga kl. 10.00-16.00.  
Lesa meira

Fundi vegna hátíðar frestað

Fundinum sem vera átti í kvöld fimmtudag er frestað til sunnudags 14.  júní kl. 20:30. Hann verður í Hlein.Nefndin  
Lesa meira

Fundur vegna Fjölskylduhátíðar

Fimmtudagskvöldið 11. júní n.k. kl. 20:30 verður haldinn í Hlein fundur vegna Fjölskyldu- og Skeljahátíðar. Áríðandi að þeir sem vilja vinna að hátíðinni mæti á fundinn.Nefndin  
Lesa meira

Sjómannadagurinn

  SJÓMANNADAGURINN Í HRÍSEY 2009.Laugardaginn 6. Júní verður sjómannnadagurinn haldinn hátíðlegur í Hrísey. Dagskrá:10:00 - Sigling11:00 - Messa14:00 - Dagskrá á hátíðarsvæði15:00 - Kaffi í Íþróttamiðstöðinni16:30 - Börnum boðið upp á far með björgunarsveitarbátnum23:00 - Dansleikur í ÍþróttamiðstöðDanshljómsveit Friðjóns mun leika fyrir dansi frá klukkan 23:00 og fram eftir nóttu. Aðgangseyrir er 2000 kall. Posi á staðnum. Aldurstakmark er 16 ára.Upplýsingar gefur Brói í s: 695-5533.ATH: Auka ferja fer frá Hrísey kl.: 04:15 á sandinn. Hátíðarkvöldverður verður á Brekku sama kvöld. Borðapantanir eru hjá Gunnhildi í Brekku í S:466-1751 / 695-3737. 
Lesa meira