17.07.2009
Dagskrá hátíðarinnar má sjá HÉR.Hún er birt með fyrirvara um smávægilegar breytingar.
Lesa meira
04.07.2009
Laugardaginn 4. júlí nk. verður boðið upp á siglingu með Guðrúnu EA 58 til móts við miðnætursólina.Farið frá Hrísey kl. 23:30 og siglt á Árskógssand þaðan verður farið á miðnætti og siglt á móti sól. Léttar veitingar í boði. Takmarkaður fjöldi. Áætlaður siglingatími ca tveir tímar. Verð kr. 4.000 pr. mann.Nánari upplýsingar og bókanir í síma 695-0077 - Linda og á mrh@hrisey.net
Lesa meira
20.06.2009
Laugardaginn 20. maí kl. 16 opnar sýning á verkum Kaare Espolin Johnsons í Húsi Hákarla Jörundar. Ólafur Jónsson, ræðismaður Noregs á Akureyri opnar sýninguna. Kaare Espolin Johnson fæddist í Surnadal í Noregi árið 1907 og lést í Osló árið 1994. Espolin nafnið kemur frá Espihóli í Eyjafirði, en þaðan eru ættfeður hans í föðurætt. Sýningin er hluti af Listasumri 2009 á Akureyri og er samstarfsverkefni Markaðsráðsins og Listasumars. Föstudaginn 19. júní opnar einnig í Ketilhúsinu á Akureyri sýning á verkum Kaare Espolin Johnson. Allir eru velkomnir á opnunina. Sýningin stendur til 5. júlí og er opin alla daga kl. 10.00-16.00.
Lesa meira
14.06.2009
Fundinum sem vera átti í kvöld fimmtudag er frestað til sunnudags 14. júní kl. 20:30. Hann verður í Hlein.Nefndin
Lesa meira
11.06.2009
Fimmtudagskvöldið 11. júní n.k. kl. 20:30 verður haldinn í Hlein fundur vegna Fjölskyldu- og Skeljahátíðar. Áríðandi að þeir sem vilja vinna að hátíðinni mæti á fundinn.Nefndin
Lesa meira
06.06.2009
SJÓMANNADAGURINN Í HRÍSEY 2009.Laugardaginn 6. Júní verður sjómannnadagurinn haldinn hátíðlegur í Hrísey. Dagskrá:10:00 - Sigling11:00 - Messa14:00 - Dagskrá á hátíðarsvæði15:00 - Kaffi í Íþróttamiðstöðinni16:30 - Börnum boðið upp á far með björgunarsveitarbátnum23:00 - Dansleikur í ÍþróttamiðstöðDanshljómsveit Friðjóns mun leika fyrir dansi frá klukkan 23:00 og fram eftir nóttu. Aðgangseyrir er 2000 kall. Posi á staðnum. Aldurstakmark er 16 ára.Upplýsingar gefur Brói í s: 695-5533.ATH: Auka ferja fer frá Hrísey kl.: 04:15 á sandinn. Hátíðarkvöldverður verður á Brekku sama kvöld. Borðapantanir eru hjá Gunnhildi í Brekku í S:466-1751 / 695-3737.
Lesa meira
22.05.2009
Leikfélag Hólmavíkur leggur af stað í leikferðalag með gamanleikinn Viltu finna milljón? eftir Ray Cooney í leikstjórn Arnars S. Jónssonar. Næstu sýningar verða sem hér segir;Fimmtudaginn 22. maí í félagsheimilinu á Hvammstanga kl. 20:00. Föstudaginn 23. maí í félagsheimilinu í Hrísey kl. 20:00.Laugardaginn 24. maí í Allanum Siglufirði kl. 20:00. Leikendur í farsanum eru Einar Indriðason og Ester Sigfúsdóttir (frá Siglufirði), Gunnar B. Melsted, Úlfar Örn Hjartarson, Ingibjörg Emilsdóttir, Jón Jónsson, Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Matthías Sævar Lýðsson. Auk þeirra kemur fjöldi annarra að uppsetningunni. Þetta er sýning sem enginn má láta fram hjá sér fara!
Lesa meira
23.05.2009
Markaðsráð Hríseyjar stendur fyrir málþinginu,,Menning á sjálfbærum áfangastað"í Hrísey laugardaginn 23. maí kl. 10:30 - 15:00.Sjá auglýsingu Skráning fer fram á netfanginu lindamar@internet.is
Lesa meira
19.05.2009
Þriðjudaginn 19. maí kl. 10:00 fer fram bifreiðaskoðun og endurskoðun þeirra farartækja sem ekki fengu skoðun síðast. Allir sem eiga eftir að færa bifreiðar sínar til skoðun eru hvattir til að mæta með þær í Slökkvistöðina til skoðunar.Frumherji
Lesa meira
11.05.2009
Fyrsti fundur vegna Fjölskyldu-Skeljahátíðar verður haldinn í Hlein mánudaginn 11. maí kl. 20:30. Nú mæta allir sem hafa áhuga á því að sitja í undirbúningsnefnd og höfum í huga að hátíðin stendur og fellur með því að einhver taki að sér skipulagningu hennar. Stjórn Markaðsráðsins
Lesa meira