Fréttir

Volare kynning

 Þriðjudaginn 17. nóvember kl. 19.30 verður Volare kynning á Brekku. Mikið úrval af húðvörum og skemmtilegar jólagjafaöskjur. Öllum sem mæta verður boðið í handarmaska. 
Lesa meira

Tónleikar á Brekku

Sunnudaginn 22. nóvember kl. 20.30 verða tónleikar með Mugison á Brekku, með honum er enginn annar en Björgvin Gíslason. Forsala aðgöngumiða er á mugison.is og kostar miðinn kr. 1.000. Einnig verður miðasala við innganginn og kostar miðinn þá kr. 1.500.Látum nú ekki þennan viðburð framhjá okkur fara og mætum öll á Brekku.   
Lesa meira

Jólahlaðborð

Jólahlaðborð í Brekku laugardaginn 21. nóvember. Vinsamlegast pantið fyrir 16. nóvember. Sama verð og í fyrra aðeins kr. 5.200 
Lesa meira

Prjónakaffi

PrjónakaffiKenfélagið stendur fyrir prjónakaffi þriðjudaginn 10. nóvember kl. 20.00 í skólanum. Kaffisala á staðnum. Allur ágóði af kaffisölunni rennur óskiptur til líknarmála. Verð á kaffi og með því aðeins kr. 500.Hægt verður að fá aðstoð við að prjóna á staðnum. ATH engin skylda að taka prjónana með.Allir velkomnirNefndin  
Lesa meira

Brekka

Konukvöld í Brekku föstudaginn 23. okt kl. 20.00Húsið opnar kl. 19.30 Fordrykkur, tveggja rétta matseðill, kaffi og happdrætti.Miðaverð kr. 3.900. Glæsilegir vinningar. Veislustjóri Bryndís Ásmundsdóttir.Húsið opnar fyrir alla kl. 22.30. Vinsamlegaast pantið miða fyrir 20.okt í síma 695 3737   
Lesa meira

Grautardagur

Laugardaginn 10.október förum við af stað með grautardagana aftur og verður boðið upp á graut kl. 12.00 á hádegi í Hlein og eru allir velkomnir sem fyrr.Mætum nú öll og eigum saman notalega stund. Stjórn Ferðamálafélagsins.  
Lesa meira

Bingó í Brekku

Foreldrafélag grunn- og leikskólans heldur bingó í Brekku þriðjudaginn 29. september.Barnabingó hefst kl. 16.00 og fullorðins (fermd börn og eldri) kl. 20.00.Veglegir vinningar og allir velkomnir.Fjölmennum, skemmtun okkur og styrkjum gott málefni. Stjórnin.  
Lesa meira

Tónleikar í Brekku

Föstudagskvöldið 25. september kl 21.00 verða tónleikar í Brekku með Rúnari Þór. Miðaverð kr. 1.000.Um að gera að mæta og láta ekki svona viðburð framhjá sér fara.  
Lesa meira

Dagskrá laugardagsins 5. september.

Við byrjum daginn á því að bjóða frítt í sund á milli kl. 13.00 - 15.00Seldar verða vöfflur og kaffi á hátíðarsvæði frá kl. 15.00Farið verður í leiki með börnunum og uppákomur verða á sviði fram eftir degi.Kveikt verður upp í grillunum og seldur kvöldmatur á vægu verði kl. 18.00.Hver veit nema eitthvað óvænt og skemmtilegt verði á dagskránni um kvöldið.Veðurspáin er fín og hvetjum við alla til að mæta og eiga saman notalega stund á þessum laugardegi.Ætlunin er að safna fyrir varanlegum leiktækjum á hátíðasvæðið og verða til sýnis myndir og tillögur af þeim á staðnum.    
Lesa meira

Skemmtidagur 5. september

Nú ætlum við að standa fyrir öðrum degi eins og í fyrra. Í ár er ætlunin að safna fyrir varnalegum leiktækjum á hátíðarsvæðið. Fjölbreytt dagskrá í boði sem verður auglýst síðar. Takið daginn frá og sýnum samstöðu.Stjórn Ferðamálafélagsins.  
Lesa meira