Fréttir

Íþróttaskóli

 Jákvæðar fréttir frá Ingibjörgu kennara.  Í haust kom upp sú hugmynd að hafa íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 1-5 ára í nýja íþróttahúsinu. Til að kynda undir foreldrum var haldinn opinn dagur og öllum boðið að koma og sjá hvað við ættum mikið að fínu dóti. 
Lesa meira

Þorrablót 2009

MIÐASALA  MIÐASALA  MIÐASALA  MIÐASALA  MIÐASALAEins og áður hefur komið fram verður Þorrablót í Hrísey haldið með pomp og prakt í nýju Íþróttamiðstöðinni laugardaginn 14. febrúar og hefst kl. 20:00,  húsið opnar kl. 19:30.Miðaverð:Matur               4.000  15 ára (1994) og eldriBall                  2.500  16 ára (1993) og eldriMatur og ball     5.500Hljómsveitin Sixties sér um að allir geti spriklað fram á nóttMiðapantanir eru á milli kl. 12:00 og 17:00 alla daga í síma:695-2277  (Tedda)695-3141  (Hanna)692-3701  (Guðrún)Miðasölu líkur 4. febrúar og þann dag þarf einnig að vera búið að greiða fyrir pantaða miða.Reikn.nr. fyrir miðasölu er:  1177-05-012626  kt. 571293-2269Nefndin    
Lesa meira

Grautardagur

Um leið og við óskum öllum gleðilegs árs og friðar notum við tækifærið og bjóðum í graut á laugardaginn 10. janúar. Að vanda verðum við í Hlein kl. 12.00. Boðið verður upp á graut, súrt slátur og brauð. Gott fyrir meltinguna eftir jólaátið.Allir velkomnir.Stjórn MRH  
Lesa meira

Hvalreki

Hvalreki í fjörunni utan við Ystabæ. Sennilega er þarna framhluti af hval, ef myndirnar eru skoðaðar má sjá hvar bægslin eru og eins sést á annari myndinni móta fyrir munni ef vel er að gáð. Ystabæjar fólkið fann þetta dýr á gamlársdag. Gísli Einarsson fréttaritari MRH tók myndirnar.Skoðið myndirnar 
Lesa meira

Flugeldamarkaður

 FLUGELDAMARKAÐUR  Björgunarsveitarinnar Jörundar í Hrísey, verður í húsnæði björgunarsveitarinnar að Ægisgötu 13 í Hrísey (við smábátahöfnina).opnunartími:Mánudaginn      29 des. kl. 13.00-18.00Þriðjudaginn      30 des. kl. 13.00-18.00Miðvikudaginn  31 des. kl. 10.30-16.00                                                                                                                   Mikið úrval af litlum og stórum tertum, fjölskyldupökkum,litlum og stórum ragettum og gosum.     Komið og skoðið vöruúrvalið, verslið í heimabyggðHeitt á könnunniÞað er bannað að selja yngri en 16 ára vöru með kveikiþráð                                  Björgunarsveitin Jörundur 
Lesa meira

Svaraðu kallinu

 Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar er að hefja nýtt fjáröflunar- og endurvinnsluátak undir heitinu „Svaraðu kallinu!"Átakið felst í því að björgunarsveitir safna gömlum gsm símum en ljóst er að slíkir símar leynast víða í skúffum og skápum landsmanna. Björgunarsveitirnar koma símunum áfram til þýska fyrirtækisins Greener Solutions sem sérhæfir sig í endurvinnslu og endurnýtingu á gsm símum, og fá greitt fyrir hvert eintak.  
Lesa meira

Áramót 2008 - 2009

Kveikt verður í áramótabrennu á gamlársdag kl. 17:00. Að þessu sinni verður brennan á gömlu ruslahaugunum, boðið er upp á "sætaferðir" frá Eyjabúðinni kl 16.45. Venju samkvæmt heldur Ungmennafélagið árshátíð sína um áramótin en þó verður áramótaballið með heldur nýju sniði í ár. Nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir. FYRSTI DANSLEIKURINN Í NÝJA HÚSINU OKKAR!!!! Nú er ekki eftir neinu að bíða og því um að gera að taka kvöldið frá, pússa dansskóna og pressa sparifötin, því nú verður tjúttað. Hið landsþekkta gleðiband STORMSVEITIN mun halda uppi fjörinu fram eftir kvöldi. Hefst ballið kl. 01:00 á nýju ári og eru menn hvattir til að mæta tímanlega til að fá sæti og stæði á dansgólfinu.Verðinu verður að sjálfsögðu stillt í hóf eða 2500 kr fyrir skemmtunina. 
Lesa meira

Brekka um jólin

Aðfangadagur -Lottó  opið 11.00 - 12.00 Annar í jólum - Hljómsveitin Frum, Gummi Ingólfs og Jokka í jólastuði fram á nótt. Húsið opnar kl. 22.00. 27. desember - opið frá kl. 17.00 - Lottó, pizzur og bar.Lokað frá 28. des til 3. jan. 2009.Gleðileg jól og farsæslt komandi ár.                                      Veitingahúsið Brekka.     
Lesa meira

Hver var með fallegustu jólaljósin ?

Í ár var það Kelahús sem hlaut verðlaunin fyrir fallegustu jólaskreytinguna. Í verðlaun var hangikjöt og meðlæti.Til hamingju með þetta heimilisfólk í Kelahúsi Kiddi, Bára, Unnur, Addi, Andrea og Árni. 
Lesa meira

Jólaball í Íþróttamiðstöðinni

Á annan dag jóla kl. 15:15 verður jólagleði í glæsilega nýja samkomuhúsinu okkar. Þar verður feykistórt jólatré og mikil stemning í salnum. Dansað verður í kring um jólaherðatré undir dunandi jólatónlist og kannski koma sveinar ofan af fjöllum. Það er um að gera að fjölmenna í íþróttamiðstöðinni dansa svolítið og skemmta sér saman. Þá verður einnig boðið upp á kaffi og smákökur, ekki veitir af að halda okkur við efnið... Umf. Narfi  
Lesa meira