02.03.2009
Gaman að segja frá því að 3 börn héðan fóru á Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum í Laugardalshöll helgina 28. feb til 1. mars og kepptu undir merki UFA (Ungmannafélag Akureyrar). Þau eru búin að æfa frjálsar íþróttir í rétt rúman mánuð undir stjórn Unnars Vilhjálmssonar. Æfingar eru einusinni í viku í íþróttahúsinu okkar tvo tíma í senn. Þá hafa þau farið síðasta hálfan mánuð einu sinni í viku í Bogann og Íþróttahöllina á Akureyri og æft fyrir þetta mót. Þau náðu öll frábærum árangri og nú er bara að fygjast með þeim í framtíðinni.Þetta eru:
Lesa meira
18.02.2009
Komnar eru nokkrar myndir frá Þorrablótinu og von er á meira á næstu dögum. Þessar myndir eru frá Þorsteini Þorsteinssyni.MYNDIR
Lesa meira
21.02.2009
Þá er það grauturinn á laugardaginn 21. febrúar í Hlein kl. 12.00. Hvað skyldi nú vera boðið upp á með grautnum.Mætum og gæðum okkur á graut.
Lesa meira
16.02.2009
Þá er því lokið, fyrsta þorrablóti Hríseyinga í nýju húsi. Þarna voru saman komnar 250 persónur og skemmtu sér allir konunglega. Nefndin stóð sig alveg prýðilega og voru margir sammála um að ballið hafi verið besta ballið í Hrísey frá upphafi, en hver dæmir fyrir sig. Nú óskum við eftir myndum frá þessari skemmtun því MRH hefur ekki enn eignast myndavél. Það væri voðalega gaman að fá nokkrar myndir til að setja hér inn.
Lesa meira
14.02.2009
Í gær föstudag fékk Markaðsráðið úthlutað úr Vaxtasamningi Eyjafjarðar kr. 500.000 fyrir verkefnið Perla Eyjafjarðar. Sótt var um til uppbyggingar á ferðaþjónustu í Hrísey og samstarfsaðilar MRH eru Eyfar og Akureyrarstofa. Það er alveg ljóst að svona styrkir efla mjög það starf sem Markaðsráðið hefur verið að vinna og stefnum við nú að því að koma okkur upp aðstöðu og gefa út kynningarefni.
Lesa meira
11.02.2009
Nú er það ljóst að um 235 manns hafa keypt miða á þorrablótið já 235, ótrúlegt.En spennan er að verða gífurleg og mikið álag á nefndinni. En miðana á að nálgast í Brekku á morgun fimmtudag á milli kl 16 og 18 og vonandi að engin troðist nú undir í margmenninu.Fregnir herma að veðurspáin sé mjög hliðstæð okkur og öllum verði bara allir vegir færir.
Lesa meira
07.02.2009
Ég sem er fædd og uppalin í Hrísey, vil lýsa ánægju minni með þessa ráðningu Lindu. Ég skoða síðuna á næstum hverjum degi. Ég hef sérstaklega gaman af gömlu myndunum og greinunum sem Þorsteinn hefur verið svo duglegur að koma á framfæri. Það væri gaman að sjá meira þannig. Einnig er gaman að lesa allar nýju fréttirnar og skoða myndir af hinum og þessum viðburðum. Með kærri kveðju. Lovísa María Sigurgeirdóttir.
Lesa meira
04.02.2009
Laugardaginn 24. janúar tók Markaðsráðið á móti þrjátíu manna hóp, í mat í Hákarlasafninu. Þetta var sölufólk Icelandair í Frankfurt, París og Amsterdam og kom hingað á vegum Akureyrarstofu.
Lesa meira
03.02.2009
Frá og með 1. mars verður Linda María Ásgeirsdóttir ráðin sem starfsmaður MRH í 50% starf. Mun hún sinna markaðssetningu og ýmsum málum fyrir MRH einnig mun heimasíðan verða tekin í gegn og gerð að söluvænni ferðamannasíðu. Allir sem hafa einhverjar hugmyndir eða vilja eitthvað tjá sig um það sem hægt er að gera í Hrísey hikið ekki við að hafa samband. netfang mrh@hrisey.netsími 695-0077 og 891-7293
Lesa meira
03.02.2009
Opið verður í Perlunni laugardaginn 14. febrúar ÞORRABLÓTSDAGINN á milli kl. 14:00-17:00. Tilvalið að kíkja við á meðan beðið er eftir blótinu. Kveðja Perlurnar
Lesa meira