23.05.2009
Markaðsráð Hríseyjar stendur fyrir málþinginu,,Menning á sjálfbærum áfangastað"í Hrísey laugardaginn 23. maí kl. 10:30 - 15:00.Sjá auglýsingu Skráning fer fram á netfanginu lindamar@internet.is
Lesa meira
19.05.2009
Þriðjudaginn 19. maí kl. 10:00 fer fram bifreiðaskoðun og endurskoðun þeirra farartækja sem ekki fengu skoðun síðast. Allir sem eiga eftir að færa bifreiðar sínar til skoðun eru hvattir til að mæta með þær í Slökkvistöðina til skoðunar.Frumherji
Lesa meira
11.05.2009
Fyrsti fundur vegna Fjölskyldu-Skeljahátíðar verður haldinn í Hlein mánudaginn 11. maí kl. 20:30. Nú mæta allir sem hafa áhuga á því að sitja í undirbúningsnefnd og höfum í huga að hátíðin stendur og fellur með því að einhver taki að sér skipulagningu hennar. Stjórn Markaðsráðsins
Lesa meira
02.05.2009
Skoðið dagskrá safnadagsins með því að ýta á borðann........
Lesa meira
24.04.2009
Út er komin bókin "Ég skal vera dugleg" eftir Lovísu Maríu Sigurgeirsdóttur (Geira og Elsu dóttir). Lóa Maja mun byrja kynningarferðalag sitt í Hrísey nánar tiltekið í Brekku, á föstudagskvöldið 24. apríl kl. 21:00Til allrar hamingju er það ekki hlutskipti margra fimm ára gamalla barna að dvelja langdvölum á sjúkrahúsi, fjarri fjölskyldu og vinum. Það fékk þó Lovísa María Sigurgeirsdóttir frá Hrísey að reyna og hér rifjar hún upp dvöl sína á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þegar hún var lítil stelpa upp úr 1960. Á einlægan hátt lýsir Lovísa María líðan sinni innan veggja sjúkrahússins og þeim heimi sem þar var, heimi sem einkenndist jafnt af æðruleysi og örvæntingu - sorgum og sigrum. Hún segir frá söknuðinum, framandleikanum og kynnum sínum af börnum og gömlu fólki sem hún tengdist órjúfanlegum böndum. Sumir náðu sér og kvöddu með bros á vör - aðrir kvöddu þetta líf. Lóa Maja fékk bót meina sinna en gleymir aldrei Tóta og öllum hinum sem kenndu henni að meta hinar margvíslegu hliðar mannlífsins.Myndir
Lesa meira
22.04.2009
Fyrirhuguðum aðalfundi Markaðsráðs Hríseyjar sem átti að vera í Brekku miðvikudaginn 15. apríl er frestað um viku og verður miðvikudaginn 22. apríl kl 18.00 í Brekku.Stjórnin.
Lesa meira
18.04.2009
Laugardaginn 18. apríl verður boðið upp á graut í hádeginu í Hlein. Að þessu sinni ætlum við að vera með umræður um ýmis málefni. Allir velkomnir stjórn MRH
Lesa meira
03.04.2009
Aðalfundur MRH verður haldinn í Brekku miðvikudagnn 15. apríl kl. 18.00. Súpa og brauð í boði. Mætum vel og látum okkur málin varða.Venjulega aðalfundarstörf.Stjórnin
Lesa meira
09.04.2009
Kvenfélagið auglýsir kökubasar í Brekku að messu lokinni á skírdag kl. 15:00. Glæsilegt kaffibrauð og hnallþórur að vanda!! Mætum og bjóðum vel.
Lesa meira
30.03.2009
Á síðustu dögum hafa fæðst þrír kálfar í Nautastöðinni hjá þeim Ólafi Pálma, Hrannari, Almari og Kristni. Þeir eru því alveg eldklárir í ljósmóðurstörfunum eins og myndirnar bera með sér.Myndir
Lesa meira