Opnun á sýningu í Húsi Hákarla Jörundar
20.06.2009
Laugardaginn 20. maí kl. 16 opnar sýning á verkum Kaare Espolin Johnsons í Húsi Hákarla Jörundar. Ólafur Jónsson, ræðismaður Noregs á Akureyri opnar sýninguna. Kaare Espolin Johnson fæddist í Surnadal í Noregi árið 1907 og lést í Osló árið 1994. Espolin nafnið kemur frá Espihóli í Eyjafirði, en þaðan eru ættfeður hans í föðurætt. Sýningin er hluti af Listasumri 2009 á Akureyri og er samstarfsverkefni Markaðsráðsins og Listasumars. Föstudaginn 19. júní opnar einnig í Ketilhúsinu á Akureyri sýning á verkum Kaare Espolin Johnson. Allir eru velkomnir á opnunina. Sýningin stendur til 5. júlí og er opin alla daga kl. 10.00-16.00.