Foreldrakaffi í Hríseyjarskóla
30.03.2011
Mánudaginn 28. mars var foreldrakaffi í Íþróttamiðstöðinni.
Þar var boðið upp á súpu og brauð bakað af nemendum skólans. Skemmtilegir munir sem unnir hafa verið á smíðanámskeiði hjá Narfa Björgvinssyni voru til sýnis. Námskeiðið stóð yfir í nokkrar vikur og ekki er hægt að segja annað en margir og glæsilegir hlutir hafi litið dagsins ljós. Þórunn og Dóra sýndu svo myndir frá heimsókn þeirra til Færeyja á dögunum en þær skoðuðu skóla í Kvívík og er nú unnið að því að koma á vinasamstarfi á milli skólanna. Það voru tæplega 60 manns sem mættu í foreldrakaffið, mömmur, pabbar, ömmur, afar, frænkur, frændur og systkini. Myndir