Hver er framtíð atvinnumála í Hrísey
21.03.2011
Opinn fundur um stöðu atvinnumála í Hrísey og áhrif þeirra á búsetu í eyjunni verður haldinn í veitingahúsinu Brekku mánudaginn 21. mars klukkan 16.00. Bæjarfulltrúum og þingmönnum kjördæmisins hefur verið sérstaklega boðið á fundinn og eru íbúar Hríseyjar og fólk á Eyjafjarðarsvæðinu sérstaklega hvatt til að mæta og taka þátt í umræðum um málið.
Á fundinum mun Þröstur Jóhannsson, útgerðarmaður í Hrísey, fjalla um atvinnulíf í Hrísey síðustu árin og þær breytingar sem hafa orðið, Kristinn Árnason, formaður hverfisráðs, fjallar um stöðuna eins og hún er núna, Soffía Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar, ræðir um atvinnuleysi og úrræði sem eru í boði.