Fréttir

Fjáröflun nemendaráðs

Nemendaráð Hríseyjarskóla mun ganga í hús laugardaginn 11. febrúar og selja bakkelsi. Tökum vel á móti börnunum og styrkjum gott málefni. 
Lesa meira

Mikið um að vera í Hrísey

Segja má að stór helgi sé framundan í Hrísey. Á föstudagskvöldið 10. febrúar verður Pub Quiz í Brekku og það hinn landskunni Kiddi Árna sem sér um það. Í hádeginu á laugardaginn býður Ferðamálafélagið upp á rjúkandi grjónagraut og slátur í Hlein. Opið á Brekku frá kl. 11.30.Gallerí Perla verður opið  frá kl. 13.00 - 17.00 og svo er hið vinsæla þorrablóti Hríseyinga um kvöldið. Að venju eru gestir um 170 og gaman að geta þess að í eyjunni eru 164 íbúar. Einnig er sundlaugin opin á laugardeginum frá kl. 12.00 - 15.00, Júllabúð laugardag kl. 13.00 - 17.00 og sunnudag kl. 14.00 - 17.00.
Lesa meira

Fjölskyldu- og skeljahátíð 2012

Verður haldin aðra helgina í júlí þ.e. 13.-15. júlí.
Lesa meira

Íþróttamaður ársins 2011

Ungmennafélagið Narfi útnefndi Einar Örn Gíslason íþróttamann ársins 2011. Einar fékk viðurkenninguna fyrir að hafa sýnt dugnað og elju við æfingar og í keppni á árinu. Hann er einstaklega jákvæður og góð fyrirmynd annarra iðkenda. Einar hefur mætt á æfingar hjá UFA inn á Akureyri tvisvar - þrisvar í viku undanfarin ár. 
Lesa meira

Frystihúsið lifnar við á ný

Viðtal við Þröst Jóhannsson um flutning Útgerðarfélagins Hvamms í "gamla"  frystihúsið.Frystihúsið var byggt árið 1936 af KEA sem hélt þar uppi blómlegri útgerð og fiskvinnslu fram til síðustu aldamóta og eftir það hefur ýmis starfsemi verið  í húsinu en engin síðasta ár.Hér má hlusta á viðtalið
Lesa meira

Gamlárspartý

Fögnum nýju ári saman í Sæborg. Húsið opnar kl. 01.00 og er aðgangseyrir kr. 1.500.Óskum öllum Hríseyingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir stuðninginn og samstarfið á árinu sem er að líða.Ungmennafélagið Narfi.
Lesa meira

Þorrablót í Hrísey

Það er komin dagsetning á þorrablót, laugardaginn 11. febrúar.Þá er bara að taka daginn frá. Nefndin
Lesa meira

Hækkun á far- og farmgjöldum Eyfars

Þann 1. janúar 2012 hækka far- og farmgjöld Eyfars.
Lesa meira

Flugeldamarkaður

Björgunarsveitar Hríseyjar verður í húsnæði björgunarsveitarinnar að Ægisgötu 13 í Hrísey (við smábátahöfnina). Opnunartími: Fimmtudaginn   29 des. kl. 13.00-18.00Föstudaginn      30 des. kl. 13.00-21.00Laugardaginn    31 des. kl. 10.30-15.00 Á http://www.flugeldar.is/ undir vörulisti er hægt að sjá stutt myndbönd af stærri rakettum og tertum ásamt upplýsingum um þyngd og tíma.                                                      
Lesa meira

Viðurkenning fyrir jólaskreytingar

Að þessu sinni voru það íbúar Hólabrautar 13 sem fengu viðurkenningu fyrir fallega skreytt hús. Þar búa Þröstur Jóhannsson, Kristín Björk Ingólfsdóttir og börn.
Lesa meira