11.05.2012
Nú fer gestum til Hríseyjar fjölgandi og færð orðin góð innan eyjar því viljum við biðja fólk sem tekur sér hjólbörur heim að bryggjunni vinsamlegast skilið þeim aftur á bryggjuna svo að aðrir geti notað þær.
Lesa meira
09.05.2012
Hinn árlegi
hreinsunardagur verður 26. maí nk. Mætum við Hlein kl. 10.00 og tökum
þátt í að hreinsa upp eftir okkur. Hvetjum sumarhúsaeigendur og gesti til
þátttöku. Að venju verður grillað í
lokin.
Hverfisráð
vill árétta að allur akstur að Hríseyjarskóla og að íþróttahúsinu er óheimill. Vinsamlegast
virðið þá reglu.
Hverfisráð
Hríseyjar.
Lesa meira
08.05.2012
Miðvikudaginn 9. maí kemur borgarstjóri Denver í Colorado í Bandaríkjunum,
Michael B. Hancock ásamt fylgdarliði í heimsókn. Með í för verður sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga og fólk úr ferðaþjónustunni í Denver. Í
Hrísey verður Hús Hákarla-Jörundar skoðað sem og bláskelsræktun við eyjuna.
Borgarstjórinn í Denver og bæjarstjórinn á Akureyri undirrita síðan
viljayfirlýsingu í Menningarhúsinu Hofi kl. 16.00 um að komið verði á formlegu
vinabæjarsambandi á milli Denver og Akureyrar í náinni framtíð með áherslu á
samvinnu á sviði menningarmála, menntunar og viðskipta.
Lesa meira
06.05.2012
Þá er komið að því að byrja undirbúning hátíðarinnar. Hátíðin er helgina 13. - 15. júlí.
Þriðjudaginn 8. maí kl. 20.00 verður haldinn fyrsti fundur í húsi Hákarla Jörundar.
Hvetjum alla sem áhuga hafa á að vera með í skipulagningu og framkvæmd að mæta á fundinn.
Stjórn Ferðamálafélagsins.
Lesa meira
02.05.2012
Laugardaginn 5. maí verður opið í Holti og húsi Hákarla Jörundar kl. 13.00-17.00.Aðgangur ókeypis. Söngur Hreins Plássonar mun óma í húsi Hákarla Jörundar. Sjá auglýsingu.
Lesa meira
01.05.2012
1. maí hlaup
UFA fór fram í morgun í blíðskaparveðri. Nemendur Hríseyjarskóla fjölmenntu í
hlaupið að vanda. Um 400 hlauparar á öllum aldri tóku sprettinn. Leikskólabörnin
hlupu 400 m hring á vellinum og grunnskólanemendur og fullorðnir ýmist 2 eða 5
km. Í flokki fámennra skóla í skólakeppninni sigraði Hríseyjarskóli fjórða árið
í röð með 83,3% þáttöku og fékk þar með bikar sem verið hefur farandbikar til
eignar. Að hlaupi loknu var boðið upp á Pizzur frá Greifanum og Svala og
nokkrir heppnir þátttakendur hlutu útdráttarverðlaun frá Sportveri. Myndir hér
Lesa meira
30.04.2012
Verkalýðsfélagið Eining Iðja býður upp á kaffi og
pönnukökur á Cafe Hrísey á milli kl. 15.00 og 17.00 þriðjudaginn 1. maí.Allir velkomnir
Cafe Hrísey.
Lesa meira
27.04.2012
Skemmtilegt við tal við Ólaf Pálma Agnarsson á Bylgjunni í morgun. Hlusta hér
Lesa meira
15.04.2012
Þá er hann loksins kominn á vefinn annállinn frá þorrablótinu. Hann má einnig finna undir greinar ásamt ýmsu öðru.
Lesa meira
15.04.2012
Hér má sjá verkefni úr sögu Hríseyjar sem nemendur miðdeildar unnu í upplýsinga og tæknimennt. Helsti heimildamaður var Þorsteinn Þorsteinsson.
Lesa meira