Fréttir

Vinsamleg tilmæli

Nú fer gestum til Hríseyjar fjölgandi og færð orðin góð innan eyjar því viljum við biðja fólk sem tekur sér hjólbörur heim að bryggjunni vinsamlegast skilið þeim aftur á bryggjuna svo að aðrir geti notað þær.
Lesa meira

Frá Hverfisráði Hríseyjar

Hinn árlegi hreinsunardagur verður 26. maí nk. Mætum við Hlein kl. 10.00 og tökum þátt í að hreinsa upp eftir okkur. Hvetjum sumarhúsaeigendur og gesti til þátttöku.  Að venju verður grillað í lokin.   Hverfisráð vill árétta að allur akstur að Hríseyjarskóla og að íþróttahúsinu er óheimill. Vinsamlegast virðið þá reglu. Hverfisráð Hríseyjar.
Lesa meira

Heimsókn borgarstjórans í Denver.

Miðvikudaginn 9. maí kemur borgarstjóri Denver í Colorado í Bandaríkjunum, Michael B. Hancock ásamt fylgdarliði í heimsókn. Með í för verður sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga og fólk úr ferðaþjónustunni í Denver. Í Hrísey verður Hús Hákarla-Jörundar  skoðað sem og bláskelsræktun við eyjuna. Borgarstjórinn í Denver og bæjarstjórinn á Akureyri undirrita síðan viljayfirlýsingu í Menningarhúsinu Hofi kl. 16.00 um að komið verði á formlegu vinabæjarsambandi á milli Denver og Akureyrar í náinni framtíð með áherslu á samvinnu á sviði menningarmála, menntunar og viðskipta.
Lesa meira

Undirbúningsfundur vegna Fjölskyldu- og Skeljahátíðar 2012

Þá er komið að því að byrja undirbúning hátíðarinnar. Hátíðin er helgina 13. - 15. júlí. Þriðjudaginn 8. maí kl. 20.00 verður haldinn fyrsti fundur í húsi Hákarla Jörundar.  Hvetjum alla sem áhuga hafa á að vera með í skipulagningu og framkvæmd að mæta á fundinn.   Stjórn Ferðamálafélagsins.  
Lesa meira

Eyfirski safnadagurinn

Laugardaginn 5. maí verður opið í Holti og húsi Hákarla Jörundar kl. 13.00-17.00.Aðgangur ókeypis. Söngur Hreins Plássonar mun óma í húsi Hákarla Jörundar. Sjá auglýsingu.
Lesa meira

Bikarinn í höfn

1. maí hlaup UFA fór fram í morgun í blíðskaparveðri. Nemendur Hríseyjarskóla fjölmenntu í hlaupið að vanda. Um 400 hlauparar á öllum aldri tóku sprettinn. Leikskólabörnin hlupu 400 m hring á vellinum og grunnskólanemendur og fullorðnir ýmist 2 eða 5 km. Í flokki fámennra skóla í skólakeppninni sigraði Hríseyjarskóli fjórða árið í röð með 83,3% þáttöku og fékk þar með bikar sem verið hefur farandbikar til eignar. Að hlaupi loknu var boðið upp á Pizzur frá Greifanum og Svala og nokkrir heppnir þátttakendur hlutu útdráttarverðlaun frá Sportveri. Myndir hér
Lesa meira

Í tilefni af 1. maí 2012

Verkalýðsfélagið Eining – Iðja býður upp á kaffi og pönnukökur á Cafe Hrísey á milli kl. 15.00 og 17.00 þriðjudaginn 1. maí.Allir velkomnir Cafe Hrísey.
Lesa meira

Nautgriparæktin Holdi ehf

Skemmtilegt við tal við Ólaf Pálma Agnarsson á Bylgjunni í morgun. Hlusta hér
Lesa meira

Þorrablótsannáll 2012

Þá er hann loksins kominn á vefinn annállinn frá þorrablótinu. Hann má einnig finna undir greinar ásamt ýmsu öðru.
Lesa meira

Verkefni miðdeildar Hríseyjarskóla

Hér má sjá verkefni úr sögu Hríseyjar sem nemendur miðdeildar unnu í upplýsinga og tæknimennt. Helsti heimildamaður var Þorsteinn Þorsteinsson. 
Lesa meira