14.08.2012
Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrarbæjar veitir bærinn sex listamönnum styrk til dvalar í Gamlaskóla í október og nóvember. Það var ekki auðvelt verk að velja úr hópnum því alls sóttu 95 listamenn um þessi sex pláss og allir mjög frambærilegir. Rekstur Gamlaskóla hefur nú gengið um nokkurt skeið og stöðugt fjölgar umsóknum. Allir sem dvalið hafa á okkar vegum í Hrísey eru mjög ánægðir og heillaðir af öllu í eynni. Við strákarnir í Norðanbáli viljum því nota tækifærið og þakka öllum í Hrísey fyrir góðar viðtökur.
Lesa meira
10.08.2012
Nú
á að fjölmenna á súpukvöldið á Dalvík í kvöld, farið með Guðrúnu
(skeljabátnum) kl. 20.00. Verð er kr. 2.000 pr. mann. Allir að koma með
lágmarkið er 20 manns. Hægt er að skrá hjá Gunnari Páli í síma 859-3613
Lesa meira
07.08.2012
Nú er um að gera að taka frá laugardaginn 8. september.
Þá verður hinn árlegi skemmtidagur okkar. Veðrið mun að sjálfsögðu leika við okkur eins og vanalega þennan dag.
Nánar auglýst síðar.
Lesa meira
21.07.2012
Myndir frá hátíð - Myndirnar tóku Kristín Björk Ingólfsdóttir og Díana Björg Sveinbjörnsdóttir
Hátíðin tókst í alla staði ljómandi vel og var töluverð
aukning á gestum til eyjarinnar. Um helgina komu rétt um 1.500 manns en fjöldinn
hefur verið í kring um 1.000 síðustu ár. Mikil ánægja er með hátíðina og höfðu
nokkrir gestir orð á því að þetta væri sko alvöru fjölskylduhátíð því hér fundu
allir eitthvað við sitt hæfi.
Lesa meira
27.06.2012
Nú er dagskráin að verða tilbúin fyrir hátíðina og mun birtast hér í byrjun næstu viku ennþá nokkur atriði sem þarf að ganga frá.
Það má samt reikna með föstum viðburðum s.s. óvissuferðum, söngvarakeppni barna, hjólböruformúlu, ratleik, kvöldvöku, brekkusöng og varðeldi.
Í ár verður krakka wipe out í fyrsta sinn og einnig óvissuferð fyrir unglinga. Kirkjutröppuhlaupið verður annað árið í röð og að sjálfsögðu bláskeljasúpa Skelfélagsins og Brekka mun selja grillaða hamborgara á svæðinu samkvæmt venju. Opið verður á Cafe Hrísey, í Júllabúð og Brekku alla helgina.
Lesa meira
15.06.2012
11:00 Víðavangshlaup,
hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni.13:30 Dagskrá niðri á svæði. Andlitsmálning,
leikir og þrautir.15:00 Vöfflusala í Sæborg.16:30 Bíó í Sæborg. Ungmennafélagið Narfi
Lesa meira
08.06.2012
Afmælisganga í Hrísey fimmtudaginn
14. júní kl. 20.
Nú gefst tækifæri til að kynnast
náttúruperlunni Hrísey, gróðurfari, jarðsögu og fuglalífi eyjunnar með
leiðsögn kunnugra.
Þorsteinn Þorsteinsson tekur á móti
göngugestum við ferjuna í Hrísey og leiðir gönguna.
Sjálf gangan sem tekur um
klukkustund er gestum að kostnaðarlausu, en verð i ferju fram og til baka er kr.
1200 og kr. 600 fyrir börn 12-15 ára og örorku- og ellilífeyrisþega.
Ferjan fer frá Árskógsströnd kl.
19.30 og til baka kl. 21.
Það eru afmælisnefnd Akureyrarbæjar
og Minjasafnið á Akureyri sem bjóða upp á þessar forvitnilegu
gönguferðir í tilefni stórafmælisins.
Lesa meira
07.06.2012
Í dag fengu kýrnar í Hrísey að fara út í fyrsta sinn á
árinu eftir langan vetur. Stukku þær allar út með miklum rassaköstum og litlu kálfarnir hoppuðu í fótspor þeirra en bolinn Hringur var ekki á því að fara út og þurfti að
beita brögðum til þess að fá hann af stað ekki fór þó betur en svo að hann
komst undan og þurfti að hafa þó nokkuð fyrir því að ná honum í girðinguna.
Í dag eru 15 kýr sem allar hafa borið í vor þannig að
kálfarnir eru 15 talsins og einnig eru þrír síðan í fyrra.
Lesa meira