Fréttir

Óvissustigi almannavarna lýst yfir vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi

Vert er að benda á að fjöldahjálparstöð í Hrísey er í Hríseyjarskóla. Fólki er bent á að kynna sér upplýsingar varðandi varnir og viðbrögð vegna jarðskjálfta. http://www.almannavarnir.is/default.asp http://www.raudikrossinn.is/page/rki_hvad_neydarvarnir_fjoldahjalparstodvar
Lesa meira

Smækkun

Sýning listamanna sem dvelja í Gamla skóla verður um helgina. Sýnt verður í húsi Hákarla Jörundar þar sýnir Chloe Feldman Emison teikningar. Í Sæborg verður Romy Rakoczy með skúlptúra, teikningar og málverk. Darr Tah Lei sýnir skúlptúra og innsetningar í Sæborg og einnig verður hún með skúlptúra í gám við Útgerðarfélagið Hvamm.  Opið verður laugardaginn 27. október og sunnudaginn 28. október frá kl. 14-17. Allir eru hjartanlega velkomnir. Opið verður í Brekku frá hádegi á laugardeginum. Boðið verður upp á vagnferðir ef veður leyfir.
Lesa meira

Jólahlaðborð í Brekku

Laugardaginn 8. desember verður jólahlaðborð í Brekku. Hægt er að panta í síma 695-3737 og á netfangið brekkahrisey@brekkahrisey.is.  Um að gera að taka kvöldið frá og bregða sér út að borða.
Lesa meira

Listamenn í Gamla skóla

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar veitti Akureyrarbær sex styrki til erlendra listamanna til dvalar í Gamla skóla í Hrísey í október og nóvember. Mikil eftirspurn var eftir styrkjunum og sóttu tæplega 100 manns um plássin sex. Listamenn sem dveljast í Gamla skóla í október eru:Chloe Feldman Emison frá Bandaríkjunum, Darr Tah Lei frá Portúgal og Romy Rakoczy frá Þýskalandi. Helgina 26.-28. október verða svo sýningar þar sem sjá má afrakstur dvalarinnar. Nánar auglýst síðar.  
Lesa meira

Haustfagnaður í Brekku

Matarhlaðborð að hætti Pólverja laugardaginn 6. október kl. 19:30. Ýmsir ljúffengir réttir Joanna sér um matseldina sem enginn verður svikin af.Boðið uppá fordrykk. Verð kr 3.500Vinsamlegast pantið borð fyrir hádegi föstudag í síma 695-3737 eða 466-1737
Lesa meira

Frá Brekku

Brekka  miðvikudagskvöld 3. október kl. 21.00 verða tónleikar með Leo Gillespie og tekur hann á móti frjálsum framlögum. Hvetjum alla til að koma og njóta tónlistar hans.
Lesa meira

Frá Hverfisráði Hríseyjar

 Hverfisráðið Hríseyjar vill hvetja íbúa og eigendur húsa í eyjunni að huga að útiljósum og lýsingu við hús sín.  Hér má einnig lesa bréf sem borið var í hús í eyjunni.  
Lesa meira

Hríseyjarferjan Sævar í slipp

Þann 17. september fer ferjan í slipp í botnhreinsun og vélarupptekt. Áætlað er að hún komi aftur í rekstur 3. október. Á meðan mun Guðrún EA 58 (skeljabáturinn) sjá um áætlun og eru viðskiptavinir beðnir að koma þungaflutningum á Sæfara á meðan á þessu stendur. Eyfar ehf
Lesa meira

Haustfagnaður í Hrísey

Auglýsing
Lesa meira

Akureyrarvaka

Akureyrarbær býður Hríseyingum upp á ferjuferð frá Árskógssandi kl. 00.45 á laugardagskvöld í tilefni af afmæli bæjarins. Nú er um að gera að nýta sér dagskrá Akureyrarvöku og taka þátt í hátíðarhöldunum og njóta flugeldasýningarinnar sem hefst kl. 23.30. Hverfisráð Hríseyjar.
Lesa meira