Fréttir

Listamenn í Gamla skóla

Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar veitti Akureyrarbær sex styrki til erlendra listamanna til dvalar í Gamla skóla í Hrísey í október og nóvember. Mikil eftirspurn var eftir styrkjunum og sóttu tæplega 100 manns um plássin sex. Listamenn sem dveljast í Gamla skóla í október eru:Chloe Feldman Emison frá Bandaríkjunum, Darr Tah Lei frá Portúgal og Romy Rakoczy frá Þýskalandi. Helgina 26.-28. október verða svo sýningar þar sem sjá má afrakstur dvalarinnar. Nánar auglýst síðar.  
Lesa meira

Haustfagnaður í Brekku

Matarhlaðborð að hætti Pólverja laugardaginn 6. október kl. 19:30. Ýmsir ljúffengir réttir Joanna sér um matseldina sem enginn verður svikin af.Boðið uppá fordrykk. Verð kr 3.500Vinsamlegast pantið borð fyrir hádegi föstudag í síma 695-3737 eða 466-1737
Lesa meira

Frá Brekku

Brekka  miðvikudagskvöld 3. október kl. 21.00 verða tónleikar með Leo Gillespie og tekur hann á móti frjálsum framlögum. Hvetjum alla til að koma og njóta tónlistar hans.
Lesa meira

Frá Hverfisráði Hríseyjar

 Hverfisráðið Hríseyjar vill hvetja íbúa og eigendur húsa í eyjunni að huga að útiljósum og lýsingu við hús sín.  Hér má einnig lesa bréf sem borið var í hús í eyjunni.  
Lesa meira

Hríseyjarferjan Sævar í slipp

Þann 17. september fer ferjan í slipp í botnhreinsun og vélarupptekt. Áætlað er að hún komi aftur í rekstur 3. október. Á meðan mun Guðrún EA 58 (skeljabáturinn) sjá um áætlun og eru viðskiptavinir beðnir að koma þungaflutningum á Sæfara á meðan á þessu stendur. Eyfar ehf
Lesa meira

Haustfagnaður í Hrísey

Auglýsing
Lesa meira

Akureyrarvaka

Akureyrarbær býður Hríseyingum upp á ferjuferð frá Árskógssandi kl. 00.45 á laugardagskvöld í tilefni af afmæli bæjarins. Nú er um að gera að nýta sér dagskrá Akureyrarvöku og taka þátt í hátíðarhöldunum og njóta flugeldasýningarinnar sem hefst kl. 23.30. Hverfisráð Hríseyjar.
Lesa meira

Breyting á áætlun Hríseyjarferjunnar Sævars

Frá 1. september verður ferðin kl. 23.00 frá Hrísey og frá Árskógssandi kl. 23.20 upphringiferð  og kostar kr. 1.200. Sjá áætlun 
Lesa meira

Skemmtidagur 8. september

Takið eftir íbúar, nýbúar, burtfluttir og sumarhúsaeigendur. Leikklúbburinn Krafla byrjar að baka vöfflur kl. 15.00 og verður að eitthvað fram eftir degi. Eitthvað verður um að vera á sviðinu og Ferðamálafélagið býður upp á vagnferðir um þorpið með leiðsögn á léttu nótunum. Kveikt verður upp í grillum kl. 18.00 og seldir verða hamborgarar og franskar og jafnvel eitthvað meira kalt og svalandi. Gert er ráð fyrir að dagskrá ljúki kl. 22.00..... Allir sem luma á einhverju skemmtilegu eru meira en velkomnir að nýta sér sviðið. Nú er um að gera að mæta á svæðið og hafa gaman....
Lesa meira

Breyttur opnunartími í Júllabúð

Vetraropnun hefst mánudaginn 27. ágúst og verður sem hér segir: Mánudaga - föstudaga: 12.00 - 13.00 og 15.00 - 18.00 Einnig er opið á föstudagskvöldum kl. 20.00 -  22.00 Laugardaga og sunnudaga: 14.00 - 17.00 Minnt er á vaktsímann 891-9614 Frávik frá auglýstum opnunartíma verða auglýst í Júllabúð og á síðu búarinnar á Facebook.
Lesa meira