Fréttir

1. desember í Hrísey

Heilmikið var um að vera í Hrísey um helgina.
Lesa meira

Karrinn 2012

Nú er Karrinn kominn út og hægt að lesa hann hér.
Lesa meira

Afmælissýning í Hrísey

Hefurðu séð bleika hvalinn?Listamennirnir Yun og Rubin hafa dvalið í Gamla skóla í Hrísey að undanförnu og unnið að sköpun sinni í boði afmælisnefndar Akureyrarbæjar. Pang Rui Yun frá Singapúr og Jonas Rubin frá Danmörku skoða í verkum sínum samspil manns og náttúru með því að nota þá orku sem býr í umhverfinu. Rýnt er í tengsl mannlegrar tilveru og náttúrunnar með því að blanda saman ýmsum hráefnum og því sem af gengur í daglegu lífi. Sýningin ber yfirskriftina „Hefurðu séð bleika hvalinn?“ og verður opin föstudaginn 30. nóvember kl. 16.00 - 20.00, laugardaginn 1. desember og sunnudaginn 2. desember frá kl. 12.00 - 16.00. Sýnt verður í Sæborg og húsi Hákarla Jörundar. Sjá auglýsingu  
Lesa meira

Breyting á opnunartíma sundlaugar

Frá 24. nóvember verður opið á laugardögum 12.30 - 15.30.Þessi opnun gildir til 1. mars 2013.
Lesa meira

Leiðalýsing 2012

Krossfarar Hríseyjar annast lýsingu leiða í kirkjugarðinum eins og undanfarin ár. Kveikt verður á krossunum laugard.8.des. með athöfn eins og venjulega kl. 18:00.  Þeir sem hafa leigt krossa undanfarin ár þurfa aðeins að tilkynna ef þeir hyggjast hætta lýsingu, annars eru krossar settir á sömu leiði og í fyrra. Gjald fyrir hvern kross er kr. 2.000.- Panta skal leigu á nýjum krossum hjá Ásgeir í síma 466-1769/868-9263 eða Kristni í síma 466-1789 / 695-1968 Með þökk fyrir stuðninginn síðustu ár. Jólakveðja. Krossfarar Hríseyjar.
Lesa meira

Konukvöld í Brekku

Fordrykkur, létt hlaðborð, kaka og kaffi.Happdrætti glæsilegir vinningar.Verð kr. 3.900Veislustjórn Linda og Drífa = stuð Vinsamlegast pantið fyrir kl 22:00 miðvikud. í síma 695-3737
Lesa meira

Grautardegi frestað

Vegna slæmrar veðurspár höfum við ákveðið að fresta grautnum til næsta laugardags 10. nóvember.Stjórn Ferðamálafélagsins.
Lesa meira

Myndir frá sýningunni Smækkun

Sýning listamanna Gamla skóla var helgina 27.-28. október. Í húsi Hákarla Jörundar sýndi Chloe Feldman Emison teikningar. Í Sæborg var Romy Rakoczy með skúlptúra, teikningar og málverk. Darr Tah Lei sýndi skúlptúra og innsetningar í Sæborg og einnig var hún með skúlptúra í gám við Útgerðarfélagið Hvamm.  Skoða myndir
Lesa meira

Áætlun Hríseyjarferjunnar Sævars 1. nóvember

Þann 1. nóvember breytist áætlun Sævars sjá nánar
Lesa meira

Laugardagur 3. nóvember

Í hádeginu er boðið upp á grjónagraut og slátur, nýtt og súrt í Hlein. Tilvalið að mæta og sleppa við að elda og hitta annað skemmtilegt fólk. Pub Quiz verður svo í Brekku um kvöldið kl. 21.00.  Það þarf engum að leiðast í Hrísey. Sjáumst hress og kát.
Lesa meira