Bikarinn í höfn

1. maí hlaup UFA fór fram í morgun í blíðskaparveðri. Nemendur Hríseyjarskóla fjölmenntu í hlaupið að vanda. Um 400 hlauparar á öllum aldri tóku sprettinn. Leikskólabörnin hlupu 400 m hring á vellinum og grunnskólanemendur og fullorðnir ýmist 2 eða 5 km. Í flokki fámennra skóla í skólakeppninni sigraði Hríseyjarskóli fjórða árið í röð með 83,3% þáttöku og fékk þar með bikar sem verið hefur farandbikar til eignar. Að hlaupi loknu var boðið upp á Pizzur frá Greifanum og Svala og nokkrir heppnir þátttakendur hlutu útdráttarverðlaun frá Sportveri. Myndir hér