Eyfirski safnadagurinn

Laugardaginn 5. maí verður opið í Holti og húsi Hákarla Jörundar kl. 13.00-17.00.Aðgangur ókeypis. Söngur Hreins Plássonar mun óma í húsi Hákarla Jörundar. Sjá auglýsingu.

Hvorki fleiri né færri en 21 söfn og sýningar við Eyjafjörð opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi laugardaginn 5. maí frá kl 13-17. Tilefnið er Eyfirski safnadagurinn sem nú er haldinn í sjötta sinn. Markmið safnadagsins er að vekja athygli á fjölda fróðlegra og forvitnilegra safna sem eru við Eyjafjörð og er safnadagurinn er að þessu sinni tileinkaður tónlist á söfnum.

Tónlist á söfnum í Eyjafirði

Þekkir þú ljóð Davíðs Stefánsson eða kveðskap þjóðskáldsins Matthíaar Jochumssonar? Hefur þú kannski áhuga á vísnasöng eða rímnakveðskap? Langar þig mest að taka sporið þegar þú heyrir fjörleg síldar eða sjóminjalög? Er langspil kannski hljóðfærið sem þú hefur aldrei séð eða heyrt í. Nú er tækifærið!! Á eyfirska safnadaginn munu söfnin ekki verða „kyrrlát og hljóð“ heldur óma af tónlist af ýmsu tagi; söng, hljóðfæraleik, vísnasöng, rímnakveðskap og ljóðasöng auk þess sem vakin er athygli á munum tengdum tónlist.

Eftirtalin söfn verða opin frá 13-17. Enginn aðgangseyrir er á EYFIRSKA SAFNADAGINN:

Á Akureyri:Amtsbókasafnið, Sigurhæðir, Davíðshús, Flugsafn Ísland, Iðnaðarsafnið, Mótorhjólasafnið, Leikfangasýning í Friðbjarnarhúsi, Sjónlistamiðstöðin, Minjasafnið á Akureyri, Nonnahús.

Hrísey: Holt – hús Öldu Halldórsdóttur í Hrísey, Hús Hákarla-Jörundar í Hrísey,

Á Dalvík: Byggðasafnið Hvoll, Friðland fuglanna Svafaðardal,

Á Ólafsfirði: Náttúrugripasafnið í Ólafsfirði

Siglufjörður: Síldarminjasafn Íslands, Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar, Ljóðasetur Íslands

Eyjafjarðarsveit: Smámunasafn Sverris Hermannssonar Sólgarði.

Í Grýtubakkahreppi:Gamli bærinn Laufás, Útgerðarminjasafnið á Grenivík

Menningarráð Eyþings styrkir Eyfirska safnadaginn!