Fréttir

17. júní hátíðarhöld í Hrísey

11:00 Víðavangshlaup, hlaupið frá Íþróttamiðstöðinni.13:30 Dagskrá niðri á svæði. Andlitsmálning, leikir og þrautir.15:00 Vöfflusala í Sæborg.16:30 Bíó í Sæborg. Ungmennafélagið Narfi
Lesa meira

Fána og flóra Hríseyjar í fortíð og nútíð

Afmælisganga í Hrísey fimmtudaginn 14. júní kl. 20.  Nú gefst tækifæri til að kynnast náttúruperlunni Hrísey, gróðurfari, jarðsögu og fuglalífi eyjunnar með leiðsögn kunnugra. Þorsteinn Þorsteinsson tekur á móti göngugestum við ferjuna í Hrísey og leiðir gönguna. Sjálf gangan sem tekur um klukkustund er gestum að kostnaðarlausu, en verð i ferju fram og til baka er kr. 1200 og kr. 600 fyrir börn 12-15 ára og örorku- og ellilífeyrisþega.  Ferjan fer frá Árskógsströnd kl. 19.30 og til baka kl. 21. Það eru afmælisnefnd Akureyrarbæjar og Minjasafnið á Akureyri sem bjóða upp á þessar forvitnilegu gönguferðir í tilefni stórafmælisins.  
Lesa meira

Hoppandi kýr í Hrísey

Í dag fengu kýrnar í Hrísey að fara út í fyrsta sinn á árinu eftir langan vetur. Stukku þær allar út með miklum rassaköstum og litlu kálfarnir hoppuðu í fótspor þeirra en bolinn Hringur var ekki á því að fara út og þurfti að beita brögðum til þess að fá hann af stað ekki fór þó betur en svo að hann komst undan og þurfti að hafa þó nokkuð fyrir því að ná honum í girðinguna. Í dag eru 15 kýr sem allar hafa borið í vor þannig að kálfarnir eru 15 talsins og einnig eru þrír síðan í fyrra.
Lesa meira

Íþrótta- og leikjanámskeið

Ungmennafélagið Narfi mun bjóða upp á 5 vikna íþrótta- og leikjanámskeið í sumar.3 vikur frá 11. júní - 28. júní og 2 vikur frá 23. júlí - 2. ágúst.Námskeiðin eru fyrir börn fædd 1996 - 2005 og kosta kr. 4.000.
Lesa meira

Sjómannadagurinn í Hrísey

Sjómannadagurinn í Hrísey er að venju haldinn hátíðlegur á laugardeginum fyrir sjómannadag.Dagskrá: 08.00 - Fánar dregnir að húni10.00 - Sigling11.10 - Messa13.30 - Skemmtun á hátíðarsvæði og við höfnina15.00 - 17.00 - Kaffisala í ÍþróttamiðstöðinniFrá miðnætti er svo dansað í Sæborg með Stulla og Dúa fram á rauða nótt.Slysavarnarfélag Hríseyjar.
Lesa meira

Brekka auglýsir

Sjómannadagstilboð. Laugardaginn 2. Júní kl 19:00.. Forréttur: Kókoshjúpuð saltfisksteik á kartöflumauki með ananaskarrísósu.Aðalréttur:Lambafillé með rótargrænmeti, kartöflum og sósu.Eftirréttur:Súkkulaðikaka og kaffi. Verð kr 4.990 Vinsamlegast pantið fyrir 1. júní. Brekka sími 466 1751/695 3737
Lesa meira

Cafe Hrísey auglýsir

Bjóðum upp á mat laugardaginn 2. júní kl.19.00 í tilefni sjómannadagsins.. Matseðill: Forréttur: Brauðsnittur með rækjum og reyktum laxi. Aðalréttur: Kaldar kalkúnabringur með sætum kartöflum, heitri sósu, perusalati, ásamt bútterdeigshöttum með sveppafyllingu. Eftirréttur : Sítrónubúðingur. Verð pr. mann kr. 3.500,-. Pantanir þurfa að hafa borist fyrir kl. 13. þann 1. júní n.k. í síma 571 3450 eða 690 3711. Cafe Hrísey.
Lesa meira

Sumaropnun í Júllabúð

Sumaropnun frá 25. maí 2012 Mánudaga - fimmtudaga:11.30 - 18.30 Föstudaga:11.30 - 22.00 Laugardaga12.00 - 18.00Sunnudaga12.00 - 18.00
Lesa meira

Opnunartími sundlaugar um Hvítasunnu

Laugardagur 26. maí - 13.00-16.00Sunnudagur 27. maí - LokaðMánudagur 28. maí - 13.00-16.00
Lesa meira

Sumaropnun Brekku

Frá þriðjudeginum 15. maí er opið í Brekku frá kl. 11.00 alla daga.Verið velkomin.
Lesa meira