Fréttir

Íþrótta- og leikjanámskeið

Ungmennafélagið Narfi mun bjóða upp á 5 vikna íþrótta- og leikjanámskeið í sumar.3 vikur frá 11. júní - 28. júní og 2 vikur frá 23. júlí - 2. ágúst.Námskeiðin eru fyrir börn fædd 1996 - 2005 og kosta kr. 4.000.
Lesa meira

Sjómannadagurinn í Hrísey

Sjómannadagurinn í Hrísey er að venju haldinn hátíðlegur á laugardeginum fyrir sjómannadag.Dagskrá: 08.00 - Fánar dregnir að húni10.00 - Sigling11.10 - Messa13.30 - Skemmtun á hátíðarsvæði og við höfnina15.00 - 17.00 - Kaffisala í ÍþróttamiðstöðinniFrá miðnætti er svo dansað í Sæborg með Stulla og Dúa fram á rauða nótt.Slysavarnarfélag Hríseyjar.
Lesa meira

Brekka auglýsir

Sjómannadagstilboð. Laugardaginn 2. Júní kl 19:00.. Forréttur: Kókoshjúpuð saltfisksteik á kartöflumauki með ananaskarrísósu.Aðalréttur:Lambafillé með rótargrænmeti, kartöflum og sósu.Eftirréttur:Súkkulaðikaka og kaffi. Verð kr 4.990 Vinsamlegast pantið fyrir 1. júní. Brekka sími 466 1751/695 3737
Lesa meira

Cafe Hrísey auglýsir

Bjóðum upp á mat laugardaginn 2. júní kl.19.00 í tilefni sjómannadagsins.. Matseðill: Forréttur: Brauðsnittur með rækjum og reyktum laxi. Aðalréttur: Kaldar kalkúnabringur með sætum kartöflum, heitri sósu, perusalati, ásamt bútterdeigshöttum með sveppafyllingu. Eftirréttur : Sítrónubúðingur. Verð pr. mann kr. 3.500,-. Pantanir þurfa að hafa borist fyrir kl. 13. þann 1. júní n.k. í síma 571 3450 eða 690 3711. Cafe Hrísey.
Lesa meira

Sumaropnun í Júllabúð

Sumaropnun frá 25. maí 2012 Mánudaga - fimmtudaga:11.30 - 18.30 Föstudaga:11.30 - 22.00 Laugardaga12.00 - 18.00Sunnudaga12.00 - 18.00
Lesa meira

Opnunartími sundlaugar um Hvítasunnu

Laugardagur 26. maí - 13.00-16.00Sunnudagur 27. maí - LokaðMánudagur 28. maí - 13.00-16.00
Lesa meira

Sumaropnun Brekku

Frá þriðjudeginum 15. maí er opið í Brekku frá kl. 11.00 alla daga.Verið velkomin.
Lesa meira

Vinsamleg tilmæli

Nú fer gestum til Hríseyjar fjölgandi og færð orðin góð innan eyjar því viljum við biðja fólk sem tekur sér hjólbörur heim að bryggjunni vinsamlegast skilið þeim aftur á bryggjuna svo að aðrir geti notað þær.
Lesa meira

Frá Hverfisráði Hríseyjar

Hinn árlegi hreinsunardagur verður 26. maí nk. Mætum við Hlein kl. 10.00 og tökum þátt í að hreinsa upp eftir okkur. Hvetjum sumarhúsaeigendur og gesti til þátttöku.  Að venju verður grillað í lokin.   Hverfisráð vill árétta að allur akstur að Hríseyjarskóla og að íþróttahúsinu er óheimill. Vinsamlegast virðið þá reglu. Hverfisráð Hríseyjar.
Lesa meira

Heimsókn borgarstjórans í Denver.

Miðvikudaginn 9. maí kemur borgarstjóri Denver í Colorado í Bandaríkjunum, Michael B. Hancock ásamt fylgdarliði í heimsókn. Með í för verður sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga og fólk úr ferðaþjónustunni í Denver. Í Hrísey verður Hús Hákarla-Jörundar  skoðað sem og bláskelsræktun við eyjuna. Borgarstjórinn í Denver og bæjarstjórinn á Akureyri undirrita síðan viljayfirlýsingu í Menningarhúsinu Hofi kl. 16.00 um að komið verði á formlegu vinabæjarsambandi á milli Denver og Akureyrar í náinni framtíð með áherslu á samvinnu á sviði menningarmála, menntunar og viðskipta.
Lesa meira