Fána og flóra Hríseyjar í fortíð og nútíð
08.06.2012
Afmælisganga í Hrísey fimmtudaginn
14. júní kl. 20.
Nú gefst tækifæri til að kynnast
náttúruperlunni Hrísey, gróðurfari, jarðsögu og fuglalífi eyjunnar með
leiðsögn kunnugra.
Þorsteinn Þorsteinsson tekur á móti
göngugestum við ferjuna í Hrísey og leiðir gönguna.
Sjálf gangan sem tekur um
klukkustund er gestum að kostnaðarlausu, en verð i ferju fram og til baka er kr.
1200 og kr. 600 fyrir börn 12-15 ára og örorku- og ellilífeyrisþega.
Ferjan fer frá Árskógsströnd kl.
19.30 og til baka kl. 21.
Það eru afmælisnefnd Akureyrarbæjar
og Minjasafnið á Akureyri sem bjóða upp á þessar forvitnilegu
gönguferðir í tilefni stórafmælisins.