Lucy Wilson sýnir í Sæborg
24.01.2013
Sýningin er opin laugardag 26. janúar og sunnudag 27. janúar kl. 15.00 - 18.00.
Lucy Wilson býr og vinnur í London og útskrifaðist frá Goldsmiths 2012.
Ég hef ánægju af fjölva ( macro ) ljósmyndun þar sem þessi tækni býður upp á mikla skerpu og stækkun. Skuggar sem svona mikil stækkun orsakar leyfa huganum að dikta upp sína eigin hugarsmíð og hefur verið notuð í hryllingsmyndum svo sem Repulsion eftir Roman Polanski.
Ég hef nýverið unnið meir og meir í svart hvítu , einfaldleikinn er svo heillandi. Með því að fjarlægja litina og þysja inn á einstakan hlut, missir hann staðsetningu sína og er þess í stað fljótandi í tómarúmi. Ég er mjög heilluð af orðum Paolo Pasolini : Fyrir mér er hver hlutur kraftaverk. Sýn mín á heiminn er á ákveðin hátt trúarlegs eðlis , en samt ekki stöðnuð eða ofstækisfull
Ég er stöðugt knúin til að skapa list þar sem ég set sjálfa mig í persónulega krefjandi og örvandi aðstæður og umhverfi.
Mig langar til að þakka íbúum Hríseyjar fyrir einstakan velvilja og gjafmildi sem ég hef notið á meðan á dvöl minni hefur staðið. Þetta er búin að vera ótrúleg og ógleymanleg lífsreynsla sem hefur veitt mér mikinn innblástur. Frá mínum dýpstu hjartarótum: Takk fyrir mig
Ég er stöðugt knúin til að skapa list þar sem ég set sjálfa mig í persónulega krefjandi og örvandi aðstæður og umhverfi.
Mig langar til að þakka íbúum Hríseyjar fyrir einstakan velvilja og gjafmildi sem ég hef notið á meðan á dvöl minni hefur staðið. Þetta er búin að vera ótrúleg og ógleymanleg lífsreynsla sem hefur veitt mér mikinn innblástur. Frá mínum dýpstu hjartarótum: Takk fyrir mig
Lucy Wilson