Fjölmennur fundur í Hrísey
Á fundinum var einnig kynning frá nemendum Hríseyjarskóla en skólinn hefur í vetur tekið þátt í verkefni Landsbyggðarvina, yfirskrift verkefnisins var: Sköpunargleði Heimabyggðin mín, Nýsköpun, Heilbrigði og Forvarnir.
Nemendur í eldri deild (8., 9. og 10. bekk) tóku þátt í verkefninu og var það unnið í samfélagsgreinum. Vinnan á haustönninni var einstaklingsvinna þar sem nemendur skrifuðu ritgerðir. Vinnan fólst í því að ræða um kosti byggðarlagsins en koma jafnframt með tillögur til úrbóta á þvi sem betur mætti fara. Fjórar ritgerðir voru sendar inn í ritgerðarsamkeppni og lentu riterðirnar saman í verðlaunasæti. Síðan hafa nemendurnir unnið áfram að hugmyndum sínum og eru að útfæra þær með von um að hægt verði að framkvæma þessar hugmyndir. Það er mikill styrkur í að sjá hvað unga fólkið er áhugasamt um að gera Hrísey að ákjósanlegum búsetukosti.
Kynning var frá Hríðsiðn sem framleiðir hrífur, amboð og fl. og hefur undanfarið verið að koma sér á markað með þurrkaðri hvönn.
Bæjarstjóri Eiríkur Björn Björgvinsson ávarpaði fundinn og kynnti stöðu mála sem snúa að bænum í Hrísey.
Sævar Freyr Sigurðsson frá Saga Travel tók til máls og ræddi um tækifæri í ferðaþjónustu í Hrísey.
Síðan var fólki gefinn kostur á að ganga um og kynna sér nánar niðurstöður frá málþinginu hjá áhugahópnum. Að lokum var boðið upp á súpu og brauð.
Hér má nálgast glærur frá fundinum og skýrslu með niðurstöðum frá málþingi