22.09.2015
ATHUGIÐ.Frá miðvikudeginum 23. september til fimmtudagsins 1. október verður Hríseyjarbúðin opin frá kl. 15:00 - 18:00.
Engin hádegisopnun þessa daga.
Lesa meira
21.09.2015
Fyrsti fundur
nýskipaðrar verkefnisstjórnar í verkefninu Brothættar byggðir í Hrísey
var haldinn s.l. fimmtudag, 10. september. Á fundinn mættu fulltrúar
Byggðastofnunar, Akureyrarbæjar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
Eyþings og íbúa í Hrísey. Rætt var um stöðuna í Hrísey bæði hvað varðar
atvinnulíf og samfélag og um skipulag samstarfsins framundan. Fundarmenn
voru sammála um að taka upp þráðinn frá málþingi sem Áhugahópur um
framtíð Hríseyjar stóð fyrir haustið 2013. Þar var rætt um margvísleg
mál sem snertir Hríseyinga og full ástæða þykir til að fylgja eftir.
Lesa meira
20.09.2015
Ungmennafélagið Narfi stendur fyrir viðburðum í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ dagana 21.-27. september. Þeir sem mæta á viðburð geta skrifað nafn sitt á miða sem fer í lukkupott. Dregið verður úr honum á sunnudeginum. Því oftar sem þú mætir, hreyfir þig og tekur þátt, því meiri eru vinningslíkurnar!
Lesa meira
13.09.2015
Boðið verður upp á viðveru hjúkrunarfræðings í vetur í Hrísey. Panta þarf tíma í síma: 466 - 1500.
Staðsetning: Hlein
Tímasetning: kl. 11:30 - 12:30
Dagsetningar:
Þriðjudaginn 15. september.
Þriðjudaginn 20. október.
Þriðjudaginn 17. nóvember.
Þriðjudaginn 15. desember.
Lesa meira
23.08.2015
Vetraropnun Íþróttamiðstöðvar í Hrísey:Frá og með 23.08 - 06.06 2016:Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga frá kl 15:00 til 19:00Föstudaga frá kl 15:00 til 18:00Laugardaga og sunnudaga frá kl 13:00 til 16:00LOKAÐ Á MÁNUDÖGUM
Lesa meira
22.08.2015
Frá 19. ágúst er ekki opið veitingahús í eyjunni eftir að Akkerið lokaði. Í Hríseyjarbúðinni er hægt að fá pylsur og kaffi.
Lesa meira
06.08.2015
10. ágúst
14. ágúst verður sundnámskeið fyrir börn og laugin því opin frá kl. 11.30 þessa
viku. Pottarnir
opnir eins og venjulega.
Forstöðumaður.
Lesa meira
27.07.2015
kynnir: LEIÐANGUR í Hrísey helgina 15. - 16. ágúst.
Laumulistasamsteypan er breytilegur hópur listamanna sem kemur saman í annað skipti að Hámundarstöðum og vinnur að uppákomu í Hrísey. Í ár samanstendur hópurinn af 14 listamönnum, íslenskum og erlendum, og ætlar hópurinn að bjóða til leiðangurs í þetta sinn.
Lesa meira
17.07.2015
Frá laugardeginum 18. júlí verður opnunin sem hér segir.
Opið mánudaga - föstudaga: kl. 11:00 - 18:00Laugardaga og sunnudaga: kl. 13:00 - 16:00Sími: 466-1750Netfang: hriseyjabudin@simnet.is
Lesa meira
14.07.2015
Neysluvatn í Hrísey í lagi
Öll sýni sem tekin voru í vatnsveitu Hríseyjar í síðustu viku eru í lagi og því er tilmælum um suðu á neysluvatni aflétt. Við rýni á kerfinu er mögulegt að lekt við mannop á miðlunargeymi sé möguleg smitleið inn í tankan og verður farið í nauðsynlegar þéttingar við það.
Þeim sem ekki eru að staðaldri í húsum sínum í eyjunni er bent á að skola út úr kerfinu hjá sér í smá tíma.
Lesa meira