22.06.2015
Á
föstudeginum fyrir Hríseyjarhátíðina í fyrra buðu nokkrir eyjarskeggjar upp á
kaffi heima í garði hjá sér. Uppátækið mæltist mjög vel fyrir og höfum við
ákveðið að endurtaka leikinn. Nú
auglýsum við eftir þeim sem vilja bjóða upp á garðakaffi í ár á
föstudeginum 10. júlí n.k. frá kl.
16-18.
Lesa meira
15.06.2015
Hátíðarhöld á þjóðhátíðardeginum 17. júní hefjast í Hrísey kl. 13:00 við Íþróttamiðstöðina...
Lesa meira
10.06.2015
Kæru Hríseyingar,
Síðastliðinn föstudag útskrifuðust 8 vettvangsliðar í skyndihjálp
í Hrísey. Við tókum í vetur 70 tíma námskeið í skyndihjálp og flutningi
slasaðra á vegum sjúkraflutningaskóla Íslands. Af þessu tilefni var ég
beðin um að flytja stutt ávarp. Ég notaði tækifærið og kom á framfæri
spurningum sem tengjast málaflokknum. Við viljum geta þess að í Hrísey á
fólk að hringja í neyðarlínuna 1 1 2 til að fá besta viðbragðið.
Lesa meira
01.06.2015
Sjómannadagurinn í Hrísey er að venju haldinn hátíðlegur á laugardeginum fyrir sjómannadag.Dagskrá: 08.00 - Fánar dregnir að húni.
10.00 - Sigling.
11.11 - Messa.
13.00 - Dagskrá á tjaldsvæði, leikir og fleira.
14.30 - 16.30 - Kaffisala í Íþróttamiðstöðinni.
Sjómannadagsmerkin verða seld á föstudagskvöldið.Slysavarnarfélag Hríseyjar.
Lesa meira
30.05.2015
Vegna eigendaskipta á Brekku er ekki komin sumaropnun. Opnum í næstu viku og verður það nánar auglýst síðar.
Hægt að taka á móti hópum.
Nánari upplýsingar í síma: 772 2627 / 861 8663
Lesa meira
19.05.2015
Föstudaginn 22. maí kl. 10:00.
Lesa meira
18.05.2015
Hríseyjarbúðin ehf, sem er nýstofnað fyrirtæki um verslunarrekstur í Hrísey, leitar að áhugasömum og drífandi aðila til að annast daglegan rekstur í versluninni sem opnar í byrjun júní.
Lesa meira
11.05.2015
Þriðjudaginn 26. maí kl. 17:00 í Hlein
1. Kosning fundarritara og fundarstjóra. 2. Skýrsla stjórnar hverfisráðs fyrir starfsárið 2014. 3. Kosning til hverfisráðs. 4. Önnur mál. Á fundinum verða ýmiss málefni Hríseyjar
rædd. Bæjarstjóri og fulltrúar frá Akureyrarbæ mæta á fundinn. Fjölmennum og tökum þátt í umræðunni. Þeir sem vilja gefa kost á sér til setu í
ráðinu tilkynni það á skrifstofuna í Hrísey sími: 466-1762, með tölvupósti á lindamaria@akureyri.is eða til Lindu
Maríu í síma 891-7293 fyrir hádegi á fimmtudeginum 21. maí.
Hverfisráð Hríseyjar.
Lesa meira
10.05.2015
Þá er búið að stofna hlutafélag um verslunarrekstur í Hrísey og mun það
heita Hríseyjarbúðin ehf. Kennitala er komin í hús og þá þarf að láta
hendur standa fram úr ermum. Hluthafafundur verður haldinn um næstu
helgi og mun hlutafé þá verða aukið og hefur verðandi hluthöfum verið
sent fundarboð og nánari upplýsingar. Á morgun kl. 17.00 munum við byrja
að mála í búðinni og ef einhvern langar að leggja lið þá er endilega að
mæta á staðinn.
Lesa meira