Dagatal ungmennafélagsins Narfa 2015

Ungmennafélagið Narfi í Hrísey hefur til sölu dagatal fyrir árið 2015, en fyrsta upplag seldist upp. Dagatalið er í A4 stærð, gormað og með gati til að hengja upp á vegg. Það inniheldur fallegar myndir frá Hrísey frá 8 ljósmyndurum og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir myndirnar. Verð: 2.500 kr. Getum sent hvert á land sem er, sendingarkostnaður innifalinn. Áhugasamir geta sent tölvupóst á ingolfur@sigfusson.is, með nafni, heimilisfangi og fjölda. Með von um jákvæð viðbrögð og fyrirfram þakkir fyrir stuðninginn.Ungmennafélagið Narfi, Hrísey