Markaðsráðið fær styrki

Jákvæðar fréttir frá MRHÍ dag var tilkynnt hverjir fengu styrki frá Ferðamálastofu vegna úrbóta á ferðamannastöðum og fékk MRH þar kr. 250.000 til að setja upp áningarstað við Háborðið. Einnig fékkst styrkur frá Menningarrráði Eyþings til að halda málþing í Hrísey um sjálfbærni á áfangastað og er það fyrirhugað í maí, búið er að fá fyrirlesara til að koma. Þar fékk MRH kr. 300.000 og síðast en ekki síst fékkst 500.000 kr. styrkur úr Vaxtarsamningi Eyjafjarðar til uppbyggingar á ferðaþjónustu í Hrísey. Það er alveg ljóst að möguleikarnir eru margir hjá okkur og um leið og hægt er að vera með starfsmann til að sinna þessum málum fara hjólin að snúast. Næsta skref er að komast að í verkefni sem Útflutningsráð stendur fyrir um fuglaskoðun á Íslandi en til stendur að reyna að markaðssetja fuglaskoðun erlendis. Þarna er verið að fara í verkefni sem ekki hefur verið gert markvisst áður og miklar vonir bundnar við það. Hér í Hrísey er náttúrulega algjör paradís fyrir fuglaáhugamenn og um að gera að reyna að nýta það.   En nú er bara að halda áfram á þessum nótum og rífa upp þessa atvinnugrein hér í eynni.