Íþróttamaður ársins 2011

Ungmennafélagið Narfi útnefndi Einar Örn Gíslason íþróttamann ársins 2011. Einar fékk viðurkenninguna fyrir að hafa sýnt dugnað og elju við æfingar og í keppni á árinu. Hann er einstaklega jákvæður og góð fyrirmynd annarra iðkenda. Einar hefur mætt á æfingar hjá UFA inn á Akureyri tvisvar - þrisvar í viku undanfarin ár. 

Einar tók þátt í Världsungdomsspilen í Gautaborg í sumar og fleiri mótum og náði að bæta sig í öllum greinum og  náði góðum persónulegum árangri. 
A
ðildarfélög Íþróttabandalags Akureyrar tilnefna íþróttamenn úr sínum röðum til kjörs Íþróttamanns Akureyrar og var Einar Örn þar í fimmtán manna hópi og fékk afhenta bók að gjöf í hófi sem haldið var á hótel Kea þegar íþróttamaður ársins á Akureyri var valinn. Sjá myndir hér

Til hamingju með þetta Einar og gangi þér vel.