Smækkun

Sýning listamanna sem dvelja í Gamla skóla verður um helgina. Sýnt verður í húsi Hákarla Jörundar þar sýnir Chloe Feldman Emison teikningar. Í Sæborg verður Romy Rakoczy með skúlptúra, teikningar og málverk. Darr Tah Lei sýnir skúlptúra og innsetningar í Sæborg og einnig verður hún með skúlptúra í gám við Útgerðarfélagið Hvamm.  Opið verður laugardaginn 27. október og sunnudaginn 28. október frá kl. 14-17. Allir eru hjartanlega velkomnir. Opið verður í Brekku frá hádegi á laugardeginum. Boðið verður upp á vagnferðir ef veður leyfir.Í tilefni af 150 ára afmæli Akureyrar veitti sveitarfélagið sex erlendum listamönnum styrki til að starfa og dveljast í Gamla skóla í Hrísey þar sem Norðanbál hefur innréttað vinnustofur og gistirými fyrir listafólk. Listamennirnir koma í tveimur hópum og eru þrjár listakonur að ljúka störfum í eyjunni um þessar mundir. Af því tilefni halda þær sýninguna „Reduction“ eða „Smækkun“ í Hrísey.
Nánari upplýsingar um listamennina má finna á heimasíðum þeirra: