Frá Hverfisráði Hríseyjar

 Hverfisráðið Hríseyjar vill hvetja íbúa og eigendur húsa í eyjunni að huga að útiljósum og lýsingu við hús sín.  Hér má einnig lesa bréf sem borið var í hús í eyjunni.  

Hrísey 12. september 2012

Á síðasta fundi hverfisráðs Hríseyjar barst erindi frá eigendum sumarhúss sem lýstu yfir áhyggjum að mikill bílaumferð í eyjunni og ökuhraða bifreiða og dráttarvéla um götur þorpsins. Þetta bréf er góð áminning til okkar í þessu litla samfélagi sem höfum ef til vill sofnað á verðinum.  

Hverfisráð tekur undir með þessum eigendum og vill beina þeim tilmælum til íbúa og annarra vegfarenda í Hrísey að hér gilda sömu umferðareglur og annars staðar. Hámarks hraði innan þorpins er 30 km sem er býsna mikill hraði þegar gangandi og hjólandi fólk notar götunar líka. 

Hverfisráðið hvetur alla til að takmarka notkun bíla og dráttarvéla um þorpið og að þeir sem noti ökutæki (bíla, traktora, vespur, vélsleða, fjórhjól o.fl. )  fylgi umferðareglum og keyri eftir aðstæðum. Börnum sem ferðast óvarin í bílum, dráttarvélum og á öðrum vélknúnum ökutækjum er hætta búin og ber foreldrum og þeim sem fara með umsjón barna skylda til að tryggja öryggi þeirra. Brot á þessu varða við barnaverndar- og umferðalög. 

Við berum öll sameiginlega skyldu til að tilkynna um brot eða annarsskonar vanrækslu sem varðar börnin okkar.  Tökum okkur á áður en það verður of seint. 

Með kærri kveðju frá Hverfisráði Hríseyjar,  

Ingimar Ragnarsson

Júlíus Freyr Theódórsson

Ingibjörg Guðmundsdóttir