1. desember í Hrísey
02.12.2012
Heilmikið var um að vera í Hrísey um helgina. Á laugardeginum var boðið upp á möndlugraut í hádeginu og komu um 60
manns og gæddu sér á graut og slátri, verðlaun voru veitt fyrir
möndluna. Jólaföndur Hríseyjarskóla var kl. 13.00 og var að venju góð
mæting þar mikið var föndrað og nemendaráð seldi heitt súkkulaði og
smákökur. Í Sæborg og húsi Hákarla Jörundar var sýning gestalistamanna í
Gamla skóla og voru margir sem kíktu á sýningu. Kveikt var á jólatrénu
kl. 17.00 og dansað í kring um tréð, þangað mættu rúmlega 40 manns og
nokkrir jólasveinar slógust í hópinn. Á eftir var boðið upp á heitt
súkkulaði og smákökur í Júllabúð. Hér má sjá myndir frá deginum. Á
sunnudeginum var aðventustund í Hríseyjarkirkju kl. 16.00 og þar sýndu
nemendur Hríseyjarskóla helgileik og börnin á Smábæ sungu.