Hríseyjarhátíð 2013

Undirbúningur er hafinn fyrir Hríseyjarhátíðina.Fjölskylduhátíð í Hrísey helgina 12-14 júlí. Undirbúningsnefndin ákvað að leita út fyrir eyjuna og í ár var Jón Gunnar Th, ráðinn  stjórnandi hátíðarinnar. Í ár verður meiri áhersla lögð á tónlist og má segja að þetta verði einskonar trúbadúra-hátíð í Hrísey.Margir ungir trúbadúrar spila í eyjunni og markmiðið er að hvert sem þú ferð verði hugguleg tónlist.  Það verður lúðrasveit um borð í ferjunni, fiðluleikari á höfninni og plötusnúður í sundlauginni.  Trúbadúrar á hverju götuhorni. Aron Óskarsson kemur frá Dalvík, Söngkonan Vala Eiríksdóttir frá Akureyri, einig verður boðið upp á huggulegan djass.  Heimir Ingimars verður með söngsmiðju fyrir börn og skemmtir einnig á laugardeginum.Kvöldvakan hefst með söng frá Sölva Árnasyni sem sumir segja að sé Johnny Cash endurfæddur. Á eftir honum tekur meistari KK, við.  Það verður huggulegt að hlusta á Vegbúann og Þjóðveg 66 út í Hrísey í ár.  
Í kringum miðnætti tekur varðeldurinn og brekkusöngurinn við, honum stjórnar íslenski kóngurinn, Eyþór Ingi.

Hríseyjarhátíðin verður fjölskylduhátíð af bestu gerð. Perla Eyjafjarðar er náttúruparadís og hana verður að nýta.  Sandskúlptúragerð í fjörunni, fjöruferð með Skralla trúð, prammahlaup út í sjó, hjólbörurallí, ratleikur fyrir börn og unglinga og óvissuferð barna er á dagskrá.  

Fyrir fullorðna verða traktoraferðir um eyjuna, óvissuferð, ratleikur og æðisleg tónlistardaskrá.

Hvönnin er eitt helsta aðalsmerki Hríseyjar og boðið verður upp á Hvannarplokkfisk, hvannar-Sushi og Stinnings-Kalda (Hvannarbjór) á hátíðinni.

Hátiðin hefur alla burði til að vera ein sú skemmtilegasta á Íslandi sumarið 2013.

Aðgangur á hátíðina er ókeypis :)

Sjá auglýsingu

Sjáumst í Hrísey!