Jólabað
12.12.2013
Í blaðaviðtali fyrir skemmstu nefndi bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, að frítt yrði í sund fyrir alla
Akureyringa skömmu fyrir jól og nú er komið að því: Ókeypis verður í Sundlaug Akureyrar og Glerárlaug helgina laugardaginn 14.
desember og sunnudaginn 15. desember. Einnig verður ókeypis í sund í Grímsey og Hrísey laugardaginn 14. desember.
Bæjarbúar eru hvattir til að nota tækifærið, skella sér í hressandi jólabað og nýta frábæra aðstöðu
í sundlaugum sveitarfélagsins án endurgjalds þessa daga.