Fréttir

Sumarstörf við Íþróttamiðstöðina í Hrísey

Íþróttamiðstöðin í Hrísey óskar eftir sumarstarfsfólki. Um er að ræða 70-90% starf.
Lesa meira

Íbúafundur í Hrísey

Miðvikudaginn 9. mars 2016 verður haldinn íbúafundur í Íþróttahúsinu í Hrísey. Húsið opnar klukkan 17:00 og fundur stendur til 20:30. Léttar veitingar verða í boði.
Lesa meira

Listamenn í Gamla skóla auglýsa.

Miðvikudaginn 17. febrúar frá kl. 17.00 – 18.00 - Pop-up kór með Jake Minter úr Gamla skóla í kirkjunni & föstudaginn 19. febrúar frá kl. 16.00 - Kaffihús í búðinni. Sara og Marie bjóða i kaffi og köku. Endilega komið í uppáhaldspeysunni ykkar.
Lesa meira

Frítt í sund fyrir grunn- og framhaldsskólanema.

Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskóla á Akureyri. Föstudaginn 12. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar farið frítt
 í Sundlaugina á Akureyri, Glerárlaug og sundlaugina í Hrísey.
Lesa meira

Öskudagur í Hrísey.

Kötturinn verður sleginn úr tunnunni við búðina klukkan 11.00. Nemendur Hríseyjaskóla eru hvattir til að taka þátt í fjáröflun fyrir nemendaráð og syngja í fyrirtækjum og húsum.Öskudagsballið verður haldið í íþróttahúsinu klukkan 15:00 - 16.30. Sama fyrirkomulag og í fyrra, enginn aðgangseyrir og enginn nammipoki. Í boði verður skemmtun með dansi og þrautum fyrir alla til að fá útrás. Veitt verða verðlaun fyrir búninga. Kaffi á könnunni, djús og popp. Sjáumst hress!
Lesa meira

Ljósmyndabókin Hrísey

Út er komin ljósmyndabókin Hrísey eftir Unni Ósk Kristinsdóttir. Unnur var að útskrifast sem ljósmyndari úr Ljósmyndaskólanum og var lokaverkefnið hennar heimildarverkefni um Hrísey og má sjá þetta glæsilega verk á prenti í dag. Þeir sem hafa áhuga á að eignast bókina geta haft samband við Unni Ósk netfangið er hér fyrir neðan. Hér segir Unnur nánar frá verkefninu.
Lesa meira

Flugeldasala björgunarsveitarinnar

Flugeldasala björgunarsveitarinnar verður opin á þrettándanum (6. janúar) klukkan 16.00-20.00 í björgunarsveitarhúsinu.
Lesa meira

Breytt ferjuáætlun Sævars.

Áætlun Sævars breytist frá 2. janúar 2016.
Lesa meira

Aðventustund og leiðalýsing.

Aðventustund sunnudaginn 6. desember kl. 17.00. Sr. Oddur Bjarni hefur umsjón og Páll Barna annast undirleik. Að lokinni stund verður farið í kirkjugarðinn og kveikt á leiðalýsingu.
Lesa meira

Ný heimasíða Ferðamálafélags Hríseyjar

Ferðamálafélag Hríseyjar opnaði nýja heimasíðu formlega í möndlugraut í Hlein laugardaginn 28. nóvember kl. 12.
Lesa meira