Björgunarsveitin í Hrísey
10.06.2015
Kæru Hríseyingar,
Síðastliðinn föstudag útskrifuðust 8 vettvangsliðar í skyndihjálp
í Hrísey. Við tókum í vetur 70 tíma námskeið í skyndihjálp og flutningi
slasaðra á vegum sjúkraflutningaskóla Íslands. Af þessu tilefni var ég
beðin um að flytja stutt ávarp. Ég notaði tækifærið og kom á framfæri
spurningum sem tengjast málaflokknum. Við viljum geta þess að í Hrísey á
fólk að hringja í neyðarlínuna 1 1 2 til að fá besta viðbragðið. Vegna
þessarar útskriftar og tilkomu sjúkrabílsins í Hrísey afhenti heilbrigðisráðherra
Kristján Þór Júlíusson Hríseyingum hjartastuðtæki fyrir bílinn.
Í tenglum við þetta allt langar Björgunarsveitina Jörund að kanna áhuga fólks á því hvort ætti að bjóða upp á 4 6 tíma námskeið í skyndihjálp fyrir almenning þar sem farið verður í endurlífgun og almennan grunn í skyndihjálp og upprifjun fyrir þá sem vilja. Lagt er til að þetta yrði núna í júní eða í ágúst. Áhugasamir mega hafa samband við Ingibjörgu á netfangið ingibjorg@akmennt.is
Ingibjörg Guðmundsdóttir.