03.07.2016
Senn líður að Hríseyjarhátíð, dagskráin er orðin klár og kemur í loftið von bráðar. Meðal þeirra sem fram koma eru Eyþór Ingi, Hermann Arason, The Bad Hyms frá Kanada og ýmsir fleiri. Hátíðin hefst með kaffi í görðum á föstudeginum og langar okkur til að biðja húseigendur að gera nú þorpið okkar skemmtilega skrautlegt með fánum, seríum, blöðrum og öðru skemmtilegu skrauti. Óvissuferðirnar verða á sínum stað á föstudeginum líka.
Lesa meira
22.06.2016
Sunnudaginn 26. júní 13.00 - 19.00
Gamli Skóli/ Old School Art-house, Skólavegur, 630 Hrísey
Sýning þriggja alþjóðlegra listamanna sem hafa dvalið í Gamla skóla í júnímánuði.
Lissie Cowley, listamaður - England // Phil Garrett, kvikmyndagerðarmaður- Ohio, USA // Lucy Jane Wheeler, listamaður - Shetland
Allir velkomnir.
Lesa meira
13.06.2016
Athugið
Lokað verður í sundlauginni á morgun, þriðjudaginn 14. júní á meðan viðgerðir standa yfir á heita vatninu !
Kveðjur, sundlaugarverðir
Lesa meira
13.06.2016
Vegna vinnu við dælustöð, verður lokað fyrir HEITA vatnið í Hrísey á morgun, þriðjudag 14. júní ´16 frá kl. 10:00 og fram eftir degi.
Lesa meira
06.06.2016
Almennur hreinsunardagur verður laugardaginn 11. júní kl. 11.00.
Safnast verður saman við Hlein og haldið þaðan í hreinsunarleiðangur um þorpið. Að hreinsun lokinni verður boðið upp á grillaðar pylsur við Hlein.
Mætum öll og hreinsum eyjuna okkar.
Hverfisráð
Lesa meira
02.06.2016
Að venju fer dagskrá sjómannadagsins fram á laugardeginum fyrir sjómannadag.
Lesa meira
02.06.2016
Frá verkefnastjóra Brothættra byggða Helgu Írisi Ingólfsdóttur.
Hér má sjá aðgerðaáætlun verkefnisins og auglýsingu um styrki sem hægt er að sækja um.
Lesa meira
26.05.2016
Listamennirnir sem dvalið hafa í Gamla skóla í Hrísey frá maíbyrjun bjóða ykkur að vera við sýningu sunnudaginn 29. maí í Gamla skóla frá kl. 16.00. Á sýningunni verða alls kyns verk þar á meðal skúlptúrar, ljósmyndir og teikningar.
Sýningin verður öllum opin. Endilega látið alla áhugasama vita og bjóðið þeim með!
Vonumst til að sjá ykkur í Hrísey!
Louisa , Nick og Tom .
Lesa meira
23.05.2016
Fundur vegna hátíðar í húsi Hákarla Jörundar kl. 17.00. Nú vantar okkur fólk til að starfa með til að hátíðin geti orðið.
Lesa meira
19.05.2016
Miðvikudaginn 25. maí kl. 16.00 í Hlein. Bæjarstjóri og fulltrúar frá Akureyrarbæ mæta á fundinn. Fjölmennum og tökum þátt í umræðunni.
Kosið verður í Hverfisráð fyrir næsta starfsár.
Þeir sem vilja gefa kost á sér til setu í ráðinu tilkynni það með tölvupósti á “lindamaria@akureyri.is” eða til Lindu Maríu í síma 891-7293 fyrir þriðjudaginn 24. maí.
Hverfisráðið.
Lesa meira