Verkefnastjórn í Hrísey
21.09.2015
Fyrsti fundur
nýskipaðrar verkefnisstjórnar í verkefninu Brothættar byggðir í Hrísey
var haldinn s.l. fimmtudag, 10. september. Á fundinn mættu fulltrúar
Byggðastofnunar, Akureyrarbæjar, Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar,
Eyþings og íbúa í Hrísey. Rætt var um stöðuna í Hrísey bæði hvað varðar
atvinnulíf og samfélag og um skipulag samstarfsins framundan. Fundarmenn
voru sammála um að taka upp þráðinn frá málþingi sem Áhugahópur um
framtíð Hríseyjar stóð fyrir haustið 2013. Þar var rætt um margvísleg
mál sem snertir Hríseyinga og full ástæða þykir til að fylgja eftir.Sjá nánar