Konukvöldið
18.04.2007
Konukvöldið á Brekku skírdag tókst alveg ljómandi vel. Þar mættu 50 konur, borðuðu saman góðan mat og skemmtu sér fram á nótt. Skemmtiatriðin voru ekki dónaleg, Drífa Þórarinsdóttir opnaði dagskrána með pistli um konur og samskipti þeirra við karlmenn, Oddný Sturludóttir var með mjög skemmtilegan pistil svo kom Lóa Mæja Geira og Elsu dóttir og las upp frumsamin ljóð, Björk Jakobsdóttir leikkona sló svo í gegn með atriði um samskipti kynjanna og hlutskipti kvenna. Aðalsteinn Bergdal söng svo nokkur lög í lokin og endaði djammið með Ómari Hlyns fram á rauða nótt.Að auki var happdrætti með flottum vinningum, spákona mætti á svæðið og fengu svo allir smá gjafir sem biðu á borðunum og góðan fordrykk. Það er ekki spurning að svona konukvöld verður haldið aftur og aftur og aftur............