Góðir Hríseyingar, Norðlendingar og aðrir Íslendingar
19.06.2007
Nú styttist í að Hákarlasafnið verði opnað og er kominn tími til. Nú leitum við að munum sem tengjast hákarlaveiðum fyrri tíma, svo sem skinnklæðum, bræðslupottum, gömlum sjókortum, hákarlalínum, hákarlaskutlum, hákarladrepum o.fl. Einnig eru gamlar myndir af hákarlaskipum, formönnum þeirra og hákarlasjómönnum vel þegnar. Öllum myndum verður skilað aftur eftir að þær hafa verið skannaðar á diska. Allir Íslendingar sem unna landsbyggðinni takið nú höndum saman og hjálpið við að gera þetta safn sem veglegast og gerum þessa sögu þjóðarinnar sem mesta. Hákarlaveiðar eru upphaf sjávarútvegs á Íslandi, þá hófst saga þilskipanna og voru flestar borgir lýstar upp með hákarlalýsi frá Íslandi. Þessum tíma hafa verið gerð alltof lítil skil, breytum því með tilkomu HÁKARLASAFNSINS.Allar upplýsingar veittar í símum: 898-9263 eða 466-1769 og á rosakara@internet.isÁsgeir Halldórsson Sólvallagötu 1630 Hrísey