Skólasetning Hríseyjarskóla

Í dag mánudaginn 23. ágúst var Hríseyjarskóli settur. Í vetur eru 22 nemendur við skólann og eru þeir mjög sáttir við að hefja skólagönguna á ný eftir gott sumarfrí. Þrír nemendur eru að hefja skólagöngu sína í 1. bekk og einnig bætist við nýr nemandi í 2. bekk. Fyrst skólavikan er nýtt til að hrista hópinn saman og eru þá hinir vinsælu skólaleikar þar sem nemendum er skipt í lið og keppa í hinum ýmsu greinum t.d. er keppni í berjatínslu.