Fjölskyldu- og Skeljahátíð 15. - 17. júlí

Hátíðin byrjar að venju á óvissuferðum fyrir börn og fullorðna á föstudeginum. Skeljahátíðin verður á laugardeginum á milli kl. 13:00 og 15.00 og þar verður í boði skeljasúpa elduð af Friðriki V, íslandsmeistaramótið í skeljakappáti. Söngvarakeppni barna verður á sínum stað, ratleikurinn, kvöldvakan, brekkusöngurinn og varðeldurinn.  Sjá dagskrá Veitingahúsið Brekka opin til kl. 03.00 á laugardaginn. Brekkubandið spilar en bandið skipa Vilhjálmur Guðjónsson, Birgir Sigurjónsson, Ásgeir Guðjónsson og Guðmundur H. Norðdahl.