18.07.2017
Vala Yates heldur tónleika í Hríseyjarkirkju laugardaginn 22. júlí kl. 20:00.
Miðaverð kr. 2.000.
Dimitrios Theodoropoulos spilar með Völu á gítar.
Lesa meira
28.06.2017
Hríseyjarhátíðin hefst föstudaginn 7. júlí með því að nokkrir Hríseyingar og sumarhúsaeigendur bjóða heimafólki og gestum í kaffisopa heim í görðunum sínum. Upplagt er að rölta á milli garðanna og njóta gestrisni og samvista við skemmtilegt fólk í fallegu umhverfi. Einnig verða óvissuferðir fyrir börn, unglinga og fullorðna.
Lesa meira
11.06.2017
“Verum dugleg að versla í litlu búðinni okkar. Það eru mikil lífsgæði að hafa þessa búð í eyjunni, en tilvist hennar er undir okkur viðskiptavinunum komin. Þessa dagana eru allir að reyna að minnka plastnotkun. Frá og með sjómannadeginum getið þið fengið svona fjölnotapoka lánaðan í búðinni ef þið gleymið ykkar poka heima”
Lesa meira
05.06.2017
Dagskrá Sjómannadagsins sunnudaginn 11. júní 2017.
Kl 10 Sigling.
Kl 11.15 Messa.
Kl 13 Víðavangshlaup. Mæting við Hríseyjarbúðina.
Í beinu framhaldi af hlaupinu verða leikir og sprell á hátíðarsvæði og við smábátabryggju. Reiptog, pokahlaup,skófluhlaup, vatnsblöðrukast, róðrarkeppni á kajökum, kappróður á gúmmíbátum fyrir börnin, sigling á björgunarsveitarbát o.fl.
Kl 15. Kaffihlaðborð í Íþróttahúsinu í samstarfi við Verbúðina 66. Hluti af innkomu rennur til Björgunarsveitar Hríseyjar.
Gengið verður í hús á föstudagskvöldinu 9. júní og seld sjómannadagsmerki.
ATH. Vakin er athygli á því að dagskráin fer fram á Sjómannadaginn sunnudaginn 11. júní en ekki á laugardeginum eins og verið hefur undanfarin ár. Hvetjum alla til að mæta og ná upp góðri stemningu og hafa gaman saman :-)
Lesa meira
31.05.2017
Opnunartími í sumar:
Sumaropnun frá 1. júní.
Opið alla daga kl. 11:00 - 22:00.
Grillið opið til 20:30
Lesa meira
30.05.2017
Íþróttamiðstöðin verður lokuð fimmtudaginn 1. júní vegna námskeiðs starfsfólks.
Lesa meira
24.05.2017
Opið frá kl. 14:00 - 16:00
Lesa meira
08.05.2017
Ágæti Hríseyingur
Tilgangur þessa bréfs er að kynna umhverfisátak sem Akureyrarbær ákvað að hefja í Hrísey nú í maí mánuði 2017. Það eru umhverfis- og mannvirkjaráð, Umhverfismiðstöð ásamt Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra sem standa saman að átakinu. Markmið átaksins er að fá lóðaeigendur og fyrirtækjaeigendur til að hugsa vel um umhverfið og farga þeim hlutum sem verða ekki notaðir aftur og að koma öðrum snyrtilega fyrir.
Lesa meira
24.04.2017
Verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Hrísey, perla Eyjafjarðar auglýsir úthlutun styrkfjár verkefnisins fyrir árið 2017, eða kr. 5.000.000. Styrkfénu er ætlað að styrkja verkefni sem falla að áherslum byggðaverkefnisins. Ekki er gerð krafa um mótframlag en jafnan er það talið verkefnum til framdráttar ef þau laða fram krafta og aukið frumkvæði þátttakenda, í samræmi við þá hugsun sem liggur til grundvallar verkefninu Brothættar byggðir.
Lesa meira
22.04.2017
Vantar þig vinnu í sumar ?
Óskum eftir fólki í hvannartínslu í Hrísey frá 19. júní til 4. ágúst.
Vinsamlegast hafið samband Lindu Maríu á netfangið lindamar@internet.is
Lesa meira