14.11.2016
Matthías Rögnvaldsson og Gunnar Gíslason verða til viðtals í Hlein í Hrísey, fimmtudaginn 17. nóvember kl. 16-17.
Mættu í Hlein og segðu hvað þér býr í brjósti.
Panta þarf viðtal í síma 460-1000 en símaviðtölum verður svarað í síma 466-1762 á fundartíma.
Lesa meira
09.11.2016
Hinn árlegi jólamarkaður í Hrísey verður haldinn 20. nóvember klukkan 14:00 – 17:00 í Verbúðinni 66.
Handverk í úrvali, smákökur frá Kvenfélaginu og kaffiveitingar að hætti Lindu Maríu.
Látum öll sjá okkur og höfum gaman saman☺
Lesa meira
07.11.2016
8. nóvember er dagur gegn einelti og þá höfum við skipulagt viðburð niðri á svæði kl 14:00 og vonumst við til að sjá sem flesta þar.
Lesa meira
02.11.2016
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að laugardaginn 5. nóvember ætlar stjórnin að elda fyrsta graut vetrarins. Verðum í Hlein í hadeginu með rjúkandi graut og slátur. Allir velkomnir.
Lesa meira
19.10.2016
Úthlutun á því sem eftir stendur af styrkfé verkefnisins fyrir árið 2016. Athugið að fresturinn hefur verið framlengdur til mánudagsins 7. nóvember.
Lesa meira
12.10.2016
Kæru Hríseyingar -
Næstkomandi sunnudag verður guðsþjónusta kl. 14.00 sem sr. Oddur Bjarni sér um.
Stúlknakór Akureyrar kemur og syngur undir stjórn Sólveigar Önnu Aradóttur og einnig danskur stúlknakór, „Kristkirkens ungdomskor“ með stjórnanda sínum ; Mirjam Lumholdt.
Vöfflukaffi verður í boði að lokinni athöfn, svo allt stefnir í dáindisgóðan sunnudag !
Semsagt: Mikill söngur og herlegheit – og svo næring á eftir? Hvað viljum við hafa það dásamlegra!
Sjáumst á sunnudaginn !
Lesa meira
29.09.2016
Boðið verður upp á viðveru hjúkrunarfræðings í vetur í Hrísey einu sinni í mánuði.
Nauðsynlegt er að panta tíma í síma 466-1500.
Lesa meira
23.09.2016
Kæru viðskiptavinir Norðurorku.
Vegna vinnu við dreifikerfi RARIK verður LOKAÐ fyrir HEITT VATN í Hrísey, föstudaginn 23. september nk. kl. 10 og þar til uppúr kl. 13.
Lesa meira
23.09.2016
Heitavatnslaust í Hrísey kl. 10.00 - 13.00 í dag föstudag.
Lesa meira
20.09.2016
Þann 24. september verður opnuð sýning í Sæborg í Hrísey. Öllum íbúum ásamt sumarhúsa eigendum og gestum er boðið að vera með í hlutverki listamanns í þessari sýningu.
Að taka þátt í sýningunni er valfrjálst og opið öllum.
Hvernig er að búa í Hrísey?
Hvað er það sem þú saknar þegar þú ferð að heiman?
Hvað er mikilvægast að þinu mati í Hrísey?
Lesa meira