Fréttir

Breytingar á rekstri og þjónustu gámasvæðisins í Hrísey frá og með 10 febrúar 2020.

Fyrirhugaðar eru breytingar á rekstri og þjónustu gámasvæðisins í Hrísey frá og með 10 febrúar 2020. Gámasvæðið mun framvegis eingöngu fyrir íbúa en ekki ætlað fyrir fyrirtæki og eða annan atvinnurekstur.
Lesa meira

Ánægt ferðafólk í Hrísey

Niðurstöður könnunar sem gerð var meðal ferðafólks í Hrísey síðasta sumar leiðir í ljós að það eru helst merktar gönguleiðir, náttúran og lega eyjunnar á miðjum Eyjafirði sem dregur fólk til staðarins. Ferðamenn virðast einnig margir hverjir sækja til Hríseyjar til að komast í rólegra umhverfi og til að upplifa friðsældina í eyjunni.
Lesa meira

Fulltrúi í skráningu gagna í Hrísey – tímabundið starf

Þjóðskrá Íslands í samvinnu við Akureyrarbæ auglýsir laust til umsóknar starf fulltrúa í Hrísey eða Grímsey til að annast verkefni við skráningu þinglýstra gagna í landeignaskrá. Um er að ræða tímabundið starf til ársloka 2021 með sveiganlegu starfshlutfalli. Fulltrúinn heyrir undir deildarstjóra landupplýsingardeildar.
Lesa meira

Þorrablót í Hrísey 8. febrúar 2020.

Þann 8.febrúar verður hið árlega þorrablót haldið í Íþróttamiðstöðinni. Blótið hefst stundvíslega kl 20:00 en húsið opnar 19:30. Matur verður í höndum Verbúðarinnar 66 og hljómsveitin Hamrabandið heldur þorragleðinni á lofti svo lengi sem dansinn dunar.
Lesa meira

Góðar fréttir frá Hrísey

Það er gaman að segja frá því svona í byrjun árs að Hríseyjarbúðin hlaut á dögunum styrk úr verkefninu Stafrænu forskoti 2019 ásamt 5 öðrum fyrirtækjum.
Lesa meira

Opið hús í Öldu - Wave Guesthouse

Fimmtudaginn 19. desember næstkomandi verður opið hús í Öldu frá kl. 17:00 - 19:00. Hægt verður að skoðað húsið/gistiheimilð og þá aðstöðu sem við bjóðum gestum okkar upp á. Núna standa yfir framkvæmdir við annað baðherbergi á efri hæðinni og mun það auka mikið á þægindi gesta. Allir velkomnir í skoðun og spjall, heitt á könnunni og piparkökur.
Lesa meira

Tilkynning frá Andey ehf vegna Hríseyjarferjunnar.

Vegna versnandi veðurs falla allar ferðir Hríseyjarferjunnar niður í dag þriðjudag 10. desember frá og með ferð kl. 13.00.
Lesa meira

Jólabingó Slysavarnarfélagsins fimmtudaginn 12.desember. ATH breytta dagsetningu og tímasetningu.

Jólabingó Slysavarnarfélagsins verður haldið í Verbúðinni 66 fimmtudaginn 12.desember. Barnabingó hefst kl. 15:00 Fullorðinsbingó hefst kl. 20:30. Mætum og styðjum gott málefni og eigum góða stund saman.
Lesa meira

Karrinn 2019

Nú er Karrinn kominn inn á heimasíðuna okkar og að venju er aðventudagatalið í honum ásamt fréttum úr samfélaginu. Í dag verður kveikt á jólatrénu á hátíðarsvæðinu og boðið upp á kaffi, kakó og smákökur í Hríseyjarbúðinni á eftir, síðan rekur hver viðburðurinn annan fram að áramótum. Það er von okkar að þið verðið dugleg að njóta viðburða hér í Hrísey. Hægt er að nálgast útprentað eintak í Hríseyjarbúðinni. Góðar stundir Stjórn Ferðamálafélagsins.
Lesa meira

Aðventustund í Hríseyjarkirkju 30. nóvember

Aðventustund í Hríseyjarkirkju laugardaginn 30. nóvember kl. 17:00. Umsjón hafa sr. Oddur Bjarni og Svanbjörg Sverrisdóttir stjórnar kór. Börnin flytja helgileik og Ívar Helgason syngur okkur falleg lög. Að lokinni stund verður farið í kirkjugarðinn og kveikt á leiðalýsingu.
Lesa meira