Þjónusta gámasvæðis óbreytt
Ákveðið hefur verið að breyta ekki rekstri og þjónustu gámasvæðisins í Hrísey líkt og til stóð. Tilkynnt var á dögunum að frá og með 10. febrúar væri gámasvæðið eingöngu fyrir íbúa en ekki fyrirtæki eða atvinnurekstur, tekin yrðu upp klippikort og takmarkaður opnunartími.
Við nánari skoðun og samtöl við heimamenn var ákveðið að gera ekki þessar breytingar að sinni og er gámasvæðið því opið eins og áður.
Athygli er þó vakin á því að flokkunarstöð hefur verið sett upp í gamla moltuhúsinu fyrir alla endurvinnsluflokka. Allt endurvinnsluefni, s.s. pappír, pappa, fernur, plastumbúðir, málma, gler, rafhlöður og kertaafganga er hægt að losa í flokkunarstöðina hvenær sólarhringsins sem er, alla daga ársins, íbúum að kostnaðarlausu. Annan úrgang, s.s. hjólbarða, stærri málma, jarðveg, raftæki, kælitæki, nytjahluti, spilliefni, rafgeyma, föt og klæði er hægt að losa á gámasvæðinu.
Nánari upplýsingar gefur Þorgeir Jónsson verkstjóri í síma 695-5533.
Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar.