Tilkynning frá Andey ehf vegna COVID 19.
Í ljósi aðstæðna þessa daganna vegna COVID 19 viljum við áhöfn Hriseyjarferjunnar koma nokkrum atriðum á framfæri.
Fyrst viljum við beina því til farþega að fara eftir tilmælum heilbrigðisyfirvalda með að halda tveggja metra fjarlægð milli fólks.
Einnig er spritt í farþegarými og eru farþegar hvattir til að nota það.
Þá höfum við ákveðið að taka ekki við miðum frá farþegum heldur munum við telja farþega og vera með miða i brúnni sem við munum nota.
Einnig viljum við biðja farþega að koma ekki upp í brú.
Ef einhver er á leið í sóttkví, látið þá áhöfn vita svo við getum vísað viðkomandi til sætis fjarri öðrum farþegum.
Vonandi varir þetta ástand ekki lengi, en á meðan það er skulum við öll hjálpast að.
Kveðja
Ferjumenn