Félagsmiðstöðin Draumur í Hrísey styrkt af KEA, Norðurorku og Stefnu ehf
Ungmennafélagið Narfi ákvað á haustmánuðum að stofna félagsmiðstöð fyrir unglinga í Hrísey til að auka við afþreyingarmöguleika hríseyskra unglinga. Félagsmiðstöðin sem hlaut nafnið Draumur er opin einu sinni í viku og hafa ungmennin tekið framtakinu fagnandi. Sótt var um styrki og fékk félagið úthlutanir frá Menningar-og viðurkenningasjóði KEA og Samfélagsstyrk Norðurorku. Fjárfest hefur verið í sjónvarpi ásamt leikjatölvu, fylgihlutum og hreyfitölvuleiknum Just Dance sem notið hefur mikilla vinsælda hjá unga fólkinu. Ýmis borðspil hafa verið keypt auk þess sem félagsmiðstöðin fékk fussball spilaborð frá Stefnu ehf að gjöf.
Stjórn UMF Narfa þakkar KEA, Norðurorku og Stefnu ehf kærlega fyrir stuðninginn.