Fjölnotapokar fyrir Hríseyjarbúðina
“Verum dugleg að versla í litlu búðinni okkar. Það eru mikil lífsgæði að hafa þessa búð í eyjunni, en tilvist hennar er undir okkur viðskiptavinunum komin. Þessa dagana eru allir að reyna að minnka plastnotkun. Frá og með sjómannadeginum getið þið fengið svona fjölnotapoka lánaðan í búðinni ef þið gleymið ykkar poka heima” Segir Svanhildur Daníelsdóttir sem er búin að sauma 23 fjölnotapoka fyrir Hríseyjarbúðina. Svanhildur ætlar að sauma 59 poka, einn fyrir hvert ár sem hún hefur lifað, í pokana hafa farið tvö gömul sængurver, tvennar gamlar buxur og einn rauður dúkur. Frábært framtak og takk kærlega Svanhildur.
Lengi lifi Hríseyjarbúðin!