Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra 18.-21. júní
Verkefnið Hinsegin hátíð á Norðurlandi eystra hlaut styrk úr Uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra. Öll sveitarfélögin á starfsvæði SSNE undirbúa nú hinsegin hátíð dagana 18.-21. júní 2025. Markmið hátíðarinnar er að auka sýnileika LGBTQ+ samfélagsins og byggja upp samfélag sem er opið og öruggt fyrir alla íbúa og gesti. Hátíðin byggir á því góða starfi sem unnið hefur verið í Hrísey en fyrsta Hinsegin hátíðin í Hrísey var haldin árið 2023.
Hinsegin dagar í Hrísey eru samstarfsaðilar að verkefninu og verður dagskrá á svæðinu frá 18. júní. Við munum halda okkar striki með okkar hátíð eins og áður og verðum með helgina 20. - 21. júní.
Sveitarfélögin vinna saman að undirbúningi hátíðarinnar, sem er hugsuð þannig að viðburðir fari fram á öllu svæðinu. Búið er að halda tvo samstarfsfundi og stefnir í í glæsilega metnaðarfulla viðburði alla vikuna.