Viðburðir á næstunni

23. des 12-15

Jólapóstur 23. desember

Tekið verður á móti bréfum og bögglum í afgreiðslu búðarinnar frá 20. des. til kl. 15.00 á Þorláksmessu.
23. des 18:00

Skötuveisla á Verbúðinni 66 á þorláksmessu

Hin geysivinsæla skötuveisla verður á sínum stað á þorláksmessu. Í boði verður skata, plokkfiskur, saltfiskur og jafnvel hákarl. Verð kr. 4.950 Í fyrra var uppselt.
25. des 14:00

Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 14.00

Hátíðarguðsþjónusta á jóladag kl. 14.00, sr. Oddur Bjarni þjónar og Þórður sér um hljóðfæraleikinn.
26. des 14:00

Jólatrésskemmtun Ungmennafélagsins

Ungmennafélagið Narfi verður með sína árlegu jólatrésskemmtun annan í jólum
27. des

Fjáröflunar og jólabingó björgunarsveitarinnar 27. desember í Sæborg

Barna- og fullorðinsbingó, nánari tímasetningar síðar. Takið daginn frá
28. des 21-23

Pub Quiz laugardaginn 28.desember

Pub Quiz laugardaginn 28. desember kl. 21.00, nánar auglýst síðar.
8. feb

Þorrablót 2025

Þorrablótið verður laugardaginn 8. febrúar og er undirbúningur hafinn, þannig að gera má ráð fyrir miklu stuði. Hljómsveitin Súlur er líka klár. Nú má fara að plana frábæra helgi í Hrísey í febrúar og hægt að hlakka til í marga mánuði. Nefndin.
20. jún

Hinsegin hátíð í Hrísey 2025

Hinsegin dagar verða í Hrísey 20. - 21. júní 2025. Endilega takið helgina frá.
11. júl

Hríseyjarhátíð 2025

Hátíðin okkar verður 11. - 12. júlí 2025
15. ágú

Danshátíðin í Hrísey

Danshátíðin verður haldin í sjötta sinn 2025 15. - 16. ágúst. Sjáumst í Hrísey