HIMINN OG JÖRÐ - kirkjukvöld með lögum Gunnars Þórðarsonar á Verbúðinni 66.

HIMINN OG JÖRÐ - kirkjukvöld með lögum Gunnars Þórðarsonar. Á sunnudagskvöldið kemur kl. 18.00 verður kirkjukvöld á Verbúðinni 66. Þórður annast hljóðfæraleik og sr. Oddur Bjarni leiðir stundina. Lög Gunnars Þórðarsonar verða í öndvegi og svo verða ritningartextar og sálmar tengdir við hvert og eitt lag, ásamt með litlum hugleiðingum. Og að sjálfsögðu syngjum við saman og eigum dásamlegt samfélag.

Matteusarguðspjall: “Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra.“

Barinn opinn og heitt á könnunni, einnig hægt að kaupa franskar og smárétti.
Sjáumst.