Sólvellir
Sólvellir
Einar M. Þorvaldsson byggði húsið um 1937.
1940-1947 Einar M. Þorvaldsson og fjölskylda.
1948-1962 Sæmundur M. Bjarnason og fjölskylda.
1962-1983 Skólastjórabústaður.
1984-1996 Hjörtur Gíslason og fjölskylda.
1998-2004 Hermann Abrahamsen og fjölskylda
Húsið stendur við Norðurveg 33.
Árið 1962 kaupir Hríseyjarhreppur húsið fyrir skólastjóra og kennara íbúð. Þar hafa fjöldi manns búið.
Hjörtur Gíslason rafvirki kaupir húsið og tekur húsið allt í gegn að innan. Hann smíðar einnig anddyri við húsið sem er í dag aðalinngangurinn. Húsið eiga í dag Valgeir Magnússon og Silja Dögg Ósvaldsdóttir en þau búa í Reykjavík.