Mangahús
Mangahús
Húsið er byggt um 1933 af Magnúsi Halldórssyni.
1934-1956 Magnús Halldórsson og fjölskylda.
1943-1972 Jóhann Jónasson og fjölskylda.
1972-1977 Axel Júlíusson og fjölskylda.
1977 Hallgrímur Sigmundsson og Ingibjörg Ingimarsdóttir
Húsið stendur við Norðurveg og er númer 19. Árið 1943 kaupir Jóhann Jónasson efri hæð hússins sem fram að því hafði verið notuð sem samkomusalur og voru þar haldnir dansleikir. Undirleikurinn var oftast ein harmónikka og geta má þess að margir góðir spilarar þöndu þar dragspilið má þar nefna Róbert Arnfinnsson og Jóhannes Jóhannessson. Magnús býr á neðri hæðinni allt til 1956 þá leigir hann íbúðina fram til 1962 en þá kaupir Jóhann Jónasson af honum hæðina.