Holt

 


Holt

Húsið er byggt 1906 af Gunnari Helgasyni og er lengst af kennt við hann og hans fólk.

1910 - Syðstibær hús 10 - Gunnar Helgason og fjölskylda.
1920 - Gunnarshús - Gunnar Helgason og fjölskylda.
1940 - Þorgeir E. Jónsson og fjölskylda.
1950 - Guðlaug Ólafsdóttir, Ólafur Ólafsson og Alda Halldórsdóttir


Húsið stendur við Austurveg 35. Hér mun hafa verið fyrsti veitingastaður í Hrísey og var stórt skilti utan á húsinu er á stóð: Veitingar, kaffi, te, öl, sælgæti og límonaði.
Húsið var lengi í eigu Öldu Halldórsdóttur og arfleiddi hún Hríseyjarhrepp af húsinu þegar hún lést árið 1998. Í dag er þar svokallað byggðasafn sem sýnir lífshlaup Öldu.