Alda

 

Alda 

 

  

Alda

Húsið er byggt um 1934 af Hreini Pálssyni.
1940  Hreinn Pálsson og fjölskylda.
1950  Garðar Ólafsson og fjölskylda.
1953  Kaupir dóms og kirkjumálaráðuneytið húsið.Húsið stendur við Austurveg 9. Það er 285,2 m2 að stærð.
Frá árinu 1953 hefur húsið verið bústaður presta í Hrísey. Skráður eigandi þess í dag er Kirkjumálasjóður. Í kjallara hússins var Hríseyjarhreppur með skrifstofu og fundarherbergi í nokkur ár á milli 1970 og 1980. Einnig var Æskulýðsstarf í kjallaranum. Húsið var í leigu 1986 - 1987.1952 - 1963  Fjalar Sigurjónsson og fjölskylda.
1963 - 1966  Bolli Gústafsson og fjölskylda.
1966 - 1982  Kári Valsson og fjölskylda.
1982 - 1983  Sigurður Arngrímsson og frú.
1984 - 1986  Helgi Hróbjartsson.
1987 -  2014 Hulda Hrönn M. Helgadóttir. 
2015 - Wave Guesthouse Hrísey ehf.

Narfi Freyr Narfason og Jóhanna María Jóhannsdóttir kaupa Öldu árið 2020 og búa þar ásamt börnum sínum.